Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 107
105
hreppstjóri Víðdælinga fyrir langa tíð, en er nú
dáinn íyrir nokkrum árum. En í þætti Jósefs í
landnematali Geysisbygðar, er ætt Herdísar konu
lians — móður Einars — rakin til Þórólfs í Síðp,-
múla. En þar er það ekki rétt, sem sagt er, að
Þórólfur hafi verið af Fitjaætt í Borgarfirði, sem
og talið er í Sýslumannaæfum. Og hefir Hannes
Þorsteinsson leiðrétt það í nýjum viðauka við
Sýslumannaæfir. En líklegast telur hann að Þór-
ólfur hafi verið sonur Ara á Spóamýri, Sigurðsson-
ar á Hallkelsstöðum, Ólafssonar. — Landnám sitt
starfrækir Einar til heyfanga, en hýr á föðurleifð
sinni, Hi'íðarenda, sem getið er í þætti Jósefs föð-
ur hans.
Landnemi N. V. 9.
Kristinn Kristinsson. — Hann býr á eignarjörð
sinni, er hann keypti, sem áður er getið (S. V. 4).
En landnámið starfrækir hann til heyfanga og
hefir af því mikinn lieyskap.
Landnemi N. E. 9.
Sigurbjartur S. Guðmundsson. — Faðir lians er
Pétur Stefán Guðmundsson landnemi í Árdal. —
Kona Sigurbjarts er Valgeröur Pállaug, dóttir Eyj-
ólfs Einarssonar og Þórönnu Björnsdóttur, land-
námshjóna á Eyjólfsstöðum í Geysisbygð (lot N.
S. 27). Góð húsfreyja er hún, dagfarsprúð og vel
að sér ger. Þau eru búsett í Árdal — sem nú er
Árborg. Þar hafa þau búskap. Landnám sitt leigir
Sigurbjartur til heyskapar. Hann vinnur við bænda-
verzlunina í Árborg.
Landnemi, Lot S. S. 10.
Biarni Jakobsson. — Faðir han var Jakob bóndi í
Laxárholti í Borgarhreppi Sveinsson læknis á Arnar-
stapa, Þórðarsonar, Pálssonar, Björnssonar, Jóns-
sonar sýslumanns á Hamraendum. Móðir Bjama
var Steinunn Bjarnadóttir bónda á Stóra-Kálfalæk
í Hraunhreppi. En móðir hennar var Björg Hall-
bjarnardóttir bónda á Stóra-Hrauni, Einarssonar.
— Kona Bjarna Jakobssonar er Halldóra Bjarna-
dóttir bónda í Litlu-Skógum í Stafholtstungum,