Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 108
106
Guðmundssonar. Móðir hennar var Þórlaug Árna-
dóttir bónda í Hjörsey á Mýrum, af hinni nafn-
kunnu Stakkhamarsætt. En móðir Bjarna föður
Ualldóru var Margrét, systir Halldóru í Lamba-
gerði, föðurmóður dr. Sig. Júl. Jóhannessonar. —
Til Vesturheims fluttu þau hjón 1887, og giftu sig
þaö ár, 30. desember. Næsta ár fluttu þau á landið.
það Nefndu þau Bjarnastaði. Þau eignuðust 5 sonu
og eina dóttur. Tveir synir þeirra eru dánir. Bjarni
Ágúst lézt 5. febrúar 1922, 31 árs að aldri; að hon-
um þótti mikill mannskaði; Ögmundur Kristinn dó
ungur. Þeir sem lifa eru: 1. Jakob; 2. Unnsteinn
Sigmunduri 3. Guðlaugur. Rannveig er dóttir
þeirra, myndarleg kona og stjórnsöm húsfreyja,
gift Magnúsi Ólafssyni frá Gilsá (N. E. 2) ; þau
búa norður af íslenzku bygðinni, á landi er þau
keyptu og búa góðu búi. Börn þeirra eru: 1. Sum-
arrós; 2. Kristín; 3. Bjarnþóra; 4. Magnús; 5. Ól-
afur: 6. Björgvin. — Nú hafa þau Bjarni og Hall-
dóra látið af búskap og flutt til Rannveigar dótt-
ur sinnar. Þótti jafnan mikið að þeim kveða að
manndáðum og gerðarskap. Var og Bjami talinn
liið mesta þrekmenni á sínum yngri árum; enda
eru synir hans afburða menn að afli og harð-
fengi. Mun þeim kippa í kyn til hinna fornu Mýra-
manna, er þótt hefir stórbrotið bændakyn um
Borgarfjörð og Mýrar.
Unnsteinn Sigmuntíur býr nú á fööurleifð sinni,
Bjarnastöðum. Kona lians er Helga, greind kona
og dugleg við búskapinn. Foreldrar hennar voru
Jakob Guömundsson og Guðbjörg Guðbrandsdótt-
ir, landnemahjón í Árdalsbygð (lot 21). Systir Ja-
kobs var Ingibjörg, móöir skáldkonunnar Mrs.
Salverson. Önnur systir hans var móðir þeirra
Eggerz-bræðra. — Börn þeirra Unnsteins og Helgu
eru: 1. Stanley; 2. Bjarni Halldór; 3. Viktor Ágúst.
Landnemi, Lot N. S. 10.
Sjgurður Eyjólfsson. — Faðir hans var Eyjólfur
landnemi í Geysisbygð, Einarsson bónda í Skógum
í Mjóafirði, Erlendssonar, Eyjólfssonar bónda á