Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 109
107
Þverá í Laxárdal, Sæmundssonar. Móðir Erlendar
Eyjólfssonar var Anna Árnadóttir lireppstjóra á
Halldórsstöðum í Laxárdal, Gíslasonar. En móðir
Önnu var Sigríður Sörensdóttir. Hennar móðir var
Guðrún Þorvaldsdóttir prests á Hofi í Vopnafirði,
Stefánssonar skálds og prests í Vallanesi.
Landnemi N. V. 10.
Þóranna Björnsdóttir Einarsson. — Hún er ekkja
Eyjólfs Einarssonar, sem Eyjólfsstaðir í Geysisbygð
eru við kendir (lot N. S. 27). í þætti Eyjólfs er
barna þeirra hjóna getið. Þóranna býr hér með
börnum sínum tveimur, Sigurði og Halldóru. En
Sigurður hefir ekki gengið heill að verki, því hann
hefir mörg undanfarin ár þjáðst svo af liðagigt, að
hann verður að ganga við hækju og staf. En það
böl hefir hann borið með frábærri geðfestu og karl-
mensku. Hann sér um bú móður sinnar og liefir
beztu forsjá á því öllu, er það útheimtir. Hann hefir
góða greind, er glaður og viðmótsþýður, skemtinn
og skýr í viðræðu. Hann er einn hinn prúðasti
maður í allri framkomu.
Landnemi S. V. 15.
Skúli Geirmundur J. Skúlason. — Faðir hans er
Jón Skúlason í Fögruhlíð í Geysisbygð (lot S.S. 35).
Skúli hefir ekki búið á þessu landi, því byggingar-
stæði er þar ekki, en það er gott heyskaparland, og
liggur í flóa. Réttinn á því vann hann til heimilis
hjá foreldrum sínum. Hann býr á Rauðkollsstöðum,
sem er landnám Jóns Sigurðssonar (S. V. 2). Þar er
hann leiguliði. En hann mun sæta lagi að eignast.
land til ábúðar við tækifæri, því hann er dugnaðar-
maður, ótrauður og áhugasamur. Drengskaparmað-
ur er hann og góður viðskiftis. Kona hans er Bryn-
hildur, dóttir Halldórs Brynjólfssonar og Hólmfríðar
Eggertsdóttur frá Helguhvammi á Vatnsnesi, Helga-
sonar í Gröf í Víðidal, Vigfússonar. Eru mæður
þeirra hjóna bræðradætur.
Landnemi S. E. 16.
Jakob B. Jakobsson. — Hann er sonur Bjarna