Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 110
108
Jakobssonar á Bjarnastöðum (lot S. S. 10). Kona
hans er Þórunn Þorkelsdóttir bónda í Skógum í
Hraunhreppi, Andréssonar bónda í Skíðsholtum.
Þau eru búsett í Selkirk.
Landnemi S. B. 23.
Halli Björnsson. — Hann býr á Vindheimum í
Pljótsbygð. Þar er hans getið í landnámssögu. —
Einn atkvæðamestur bóndi þar.
Viðbætir við landnámsþátt Guðmundar Guð-
mundssonar. Lot N. E.
35 í Geysisbygð.
Kona Guðmundar er
Margrét, dóttir Jóns
sveitaroddvita í Hlíð á
Vatnsnesi, Jó n s so n a r
bónda á Stöpum, Sig-
urðssonar. En móðir
hennar var Ósk, Ólafs-
dóttir smiðs, er bjó í
Enni í Bitru á Ströndum.
Móðir Óskar var Guðrún
ólafsdóttir Runólfsson-
ar„ hún var bróðurdóttir
Guðrúnar konu Björns
Olsens umboösmanns á
Þingeyrum. En móðir
G u ð r ú nar ólafsdóttur
var Ragnheiður Jóhanns
dóttir snikkara á Lága-
felli. Hann var fimti liður frá Péttri eldra bróður
Péturs hringjara á Hólum, föður Hallgríms prests í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd höfundar Passíusálma.
En móðir Jóns í Hlíö föður Margrétar var Margrét
Jónsdóttir stúdents á Þóreyjarnúpi í Vesturhópi,
Símonarsonar bónda á Reykjum í Hjaltadal og víðar
í Skagafirði. Þau Guðmundur og Margrét eignuðust
fimm dætur. Elsta dóttir þeirra dó í æsku. Þær
sem lifa eru: 1. Jónína Ósk, gift enskum manni, eiga
tvö börn; 2. Sofía Ragnheiöur, var hjúkrunarkona í
Margrét Jónsdóttir