Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 121

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 121
119 við þessa völdu menn og orðið við kröfum þeirra og eftir- spurn, hefir félagið verið að borga almenningi heldur yfir markaðsverð nú i seinni tíð. Hagsmuna sérstakra njóta af þessu allir þeir, er skifta við stofnunina heima fyrir. Hins vegar telur félagið sér nauðsynlegt, að halda í þann sölu- markað, er því hefir reynst tryggur og áreiðanlegur. Þegar verkfallið mikla stóð yfir, 1919, teptust sam- göngur og viðskifti alment mjög tilfinnanlega. Urðu þá ýms smjörgerðarfélög algerlega að hætta starfi, i bili, og leið fólk við það stórtjón. Samt sem áður hélt smjörgerð- arfélagið í Árborg þá áfram starfi sinu eins og ekkert heföi i skorist. Með sérstökum sendiferðum til Winnipeg, afl- aði félagið sér þeirra hluta, er það nauðsynlega þurfti með við smjörgerðina. Hafði þetta aukinn kostnað í för með sér. Allar norðurbygðir Nýja Isiands sendu þá rjóma sinn til smjörgerðarfélagsins í Arborg, með því ómögulegt var að koma nokkru til Winnipeg sökum verkfallsins. A sex vikum greiddi félagið bændum, í þessum norölægu bygðum, full tólf þúsund dollara fyrir rjóma, þegar sams- konar félög annarstaðar hættu starfi og bændum þar varð lítið eða ekkert úr framleiðslu sinni. Atti félagið þarna mikið á hættu, meðan á þessu stóð, með því að ekkí var unt að segja hve lengi verkfallið myndi standa. En alt fór vel, þó nærri Iægi að félagið kæmist i vanda með að geyma það mikla vörumagn, er safnaðist fyrir. Var Jón Sigurðsson þá ráðsmaður félagsins, en I. Ingjaldsson skrif- ari, Smjörgerðarfélagið er nú á traustum grundvelli. — Byggingar þess, útbúnaður allur og tæki, er alt i góðu lagi, með því bezta, er gerist, að sumir segja, í þessu fylki. Félagið á álitlegan sjóð í banka, og starfræksla öll má heita að vera í ágætu lagi. Þegar maður lítur til baka yfir sögu félagsins, hugs- ar um erfiðleikana og hætturnar, sem urðu á vegi þess, og minnist jafnframt þeirra sigra, er það hefir unnið, þá getur maður verið fyllilega ánægður. Það hefir verið bændum í nálægum bygðum hin þarfasta stofnun. “Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi,” segir málsháttur einn, er allir kunna. Annar málsháttur, er ekki er alveg eins oft á vörum manna, segir: “Bóndinn styður bóginn undir ríkinu.” En til þess að bóndinn geti átt það bú, er sé landsstólpi, og að hann sé þá um leið svo voldugur, að hann geti "stutt bóginn undir ríkinu”, þarf honum að líða vel. Bú hans þarf að standa með blóma. Að því hefir félagið stutt I liðinni tíð, og vonar að geta gert það enn betur á þeirri tíð, er kemur. Samvinnan hefir gengið vel . Sr.mtökin hafa blessast. Sigurvinningarnir eru orðnir margir. Fram- tíðarbraut félagsins er greiðfær og bein. Stofnunin er þjóðþrifafyrirtæki, sem orðið hefir eigendum til hagsmuna og sóma. Til nýrra sigurvinninga og stærri, heldur félagið nú áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.