Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 28

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 28
28 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum. En þá fyrst mun það koma á daginn, hversu merkilegt ljóðskáld hann er, þegar gefin verður út heildarútgáfa af frumortum og þýddum kvæðum hans, því að það verður bæði efnis- mikið safn og f jölskrúðugt að sama skapi; vonandi verður þess eigi langt að bíða, því að það verður verulegur feng- ur öllum ljóða- og bókmenntavinum. Þó Sigurður eigi heimsvíðan sjónhring og hafi dvalið fjarvistum frá ættjörðinni í svo að segja hálfa öld, ber hann, eins og kvæði hans, t.d. hin mörgu Islandsminni hans, og ritgerðir vitna, djúpa og einlæga ást í brjósti til ættjarðarinnar og heimaþjóðarinnar. í hjartahlýju kvæði “Á Sumardaginn fyrsta 1944” (Heimskringla) segir hann meðal annars: “Blessað landið söngs og sagna sumri kann að heilsa og fagna. Allir, sem þar áttu heima, ímynd þess i minni geyma.” Hinsvegar er honum þjóðarrembingur hvimleiðm', allt skjall og skrum í þeim efnum; en hann vill, að þjóð- systkin hans, heima og erlendis, varðveiti og ávaxti dýr- keyptar menningarerfðir sínar. Hann er metnaðargjarn fyrir hönd Islendingsins, því að hann er fasttrúaður á sigurmátt hins bezta í Islendings eðhnu. En heilbrigður metnaður er hverri þjóð og hverjum einstaklingi lyfti- stöng til framsóknar.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.