Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 37

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 37
ALMANAK 37 Mánnúðarlund Sigurbjarnar skapaði honum haldgott ítak í brjóstum manna; tók hann virkan þátt í sorg og gleði sam-byggðarmanna sinna; ljóð sorgar og gleði voru eðlileg hljómbrot úr hinu tilfinningaríka hjarta hans. Mjög einkendi hann meðlíðan með þeim, sem fóru einmana eða þeim, sem, veittist erfið lestaferð lífsins. Ekki átti hann gott með að horfa á slægð eða hlutdrægni án þess að láta í ljós tilfinningar sínar, og var þá markviss með afbrigðum; enda mun það hlutskifti flestra skálda, að geta komið auga á tildrögin fyrir breytni manna. Lífs- reynslu átti Sigurbjöm mikla, og var ætíð fús að miðla Öðrum úr sjóði þekkingar sinnar; stóð það ávalt til bóta, ef vel var með það farið. Bjartsýni Sigurbjörns var kunn, öllum, sem höfðu kynni af honum; það eru engin tilviljun orðin, sem standa undir mynd hans í kvæðabókinni: “Eg lyfti mér upp, þegar lýkur hér ferð, um Ijósheim á vængjuðum hesti.” Hugsunarhátt Sigurbjörns mætti líka einkenna með orðum annars góðkunns skálds: “Aldrei skal eg æðrast þótt að vfir taki, skín mér sól að skýjabaki.” Innræti Sigurbjörns sést af vísunni, sem hann orti í Quebec forðum: “Mig á setti hraknings haf, heimur hrekkja fjáður. Þótt hann fletti fjöðrum af, flýg eg rétt sem áður.” Eða: “Héðan frá þótt hrekjast megum, heims hvar þjáir vald. Skála háan allir eigum, uppheims bláa tjald.”

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.