Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 41

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 41
JÓN K. ÓLAFSSON fyrrv. ríkisþingmaður í Norður-Dakota Eftir Richard Beck. 1 hópi þeirra Islendinga í Norður-Dakota, sem gétið hafa sér gott orð fyrir langa og margþætta hlutdeild í opinberum málum, bæði innan sveitar sinnar og utan, stendur Jón K. Ólafsson framarlega. Hefir hann um langt skeið komið mikið við almenn mál heima í héraði sínu og átti einnig, sem fulltrúi þess, sæti á ríkisþinginu í Norð- ur-Dakota árum saman. Starfsferill hans á vettvangi opinberra mála er því vaxinn, að verðugt er að rekja hann nokkuru nánar og halda honum á lofti fremur en gert hefir verið fram að þessu. Jón K. Ólafsson (í daglegu tali nefndur “John”) er kvistur sprottinn af traustum stofni í báðar ættir. For- eldrar hans voru þau Kristinn Ólafsson Jónssonar bónda og hreppsstjóra á Stokkahlöðum í Eyjafirði og Katrín Guðríður Ólafsdóttir prests Guðmundssonar á Hjalta- bakka og Höskuldsstöðum og fym konu hans Þórkötlu, hálfsystur Þorleifs eldra í Bjarnarhöfn. Geta má þess einnig, að Pétur bóndi og dannebrogsmaður á Hrana- stöðum er hálfbróðir Kristinns, sonur Ólafs Jónssonar ög seinni konu hans. Þau hjón Kristinn Ólafsson og Katrín fluttust vestur um haf í “stórhópnum fyrsta”, sem svo hefir verið nefnd- ur, sumarið 1873, og stigu af skipsfjöl í Quebec í Canada, en förinni var heitið til Milwaukee-borgar í Wisconsin í

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.