Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 43

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 43
ALMANAK 43 Bergman hins kunna lögfræðings og yfirréttardómara í Manitoba), en brúðurin var systurdóttir Kristins Ólafs- sonar. Til prýðis var kofinn tjaldaður innan með línlök- um, sem safnað hafði verið saman meðal nýlendubúa, og leit hann þá út sem hvítt tjald. Er þessa at- burðar getiðhértil þess að sýna, við hve kröpp kjör frumbyggjamir át- tu að búa framan af árum og úrræðasnilli þeirra, enda gengu þeir, er fram liðu stundir, sigrandi af hólmi. An- nað dæmi má og nefna í því sambandi. Sökum skógleysisins á nýlend- usvæðinu, varð þröngt inn eldsneyti, en pen- ingar eigi fyrir hendi til að kaupa það annars- staðar; til þess að bæta úr þeirri neyð, tóku menn það til bragðs að brenna heyi, sem snúið var saman í harðar visk- ar, og bætti það furðanlega úr þörfinni. Vorið 1880 tóku þau foreldrar Jóns sig upp á ný og fluttu búferlum til Norður-Dakota, ásamt Eiríki H. Berg- man, Jóni Brandssyni (föður dr. B. J. Brandson hins við- fræga skurðlæknis). Að farartækjum höfðu menn tjald- aða vagna með akneytum fyrir, og tók ferðin heilan mánuð, en nú fara menn þá leið á einum degi í bíl. 1 Norður-Dakota nam Kristinn faðir Jóns land í Garðar- byggð og býr. Jón á föðurleifð sinni og nokkrum hluta af heimilisréttarlandi Jóns Brandssonar. Jón K. Ólafsson

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.