Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 45

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 45
ALMANAK 45 menn: Jón Hermann (f. 4. nóv. 1916), útskrifaður í efna- fræði af ríkisháskólanum í Norður-Dakota (University of North Dakota), nýkominn heim úr herþjónustu og tekinn aftur við starfi sínu á efnafræðis-rannsóknarstofu hveiti- myllu ríkisins í Grand Forks (State Mill and Elevator); Brandur Theodor (f. 20. júní 1918, d. 20. des. 1940), við nám á ríkisháskólanum, er hann fórst í flugslysi í Grand Forks, óvenjulega mikill efnismaður; og Marino Magnús (f. 23. okt. 1920), sem einnig hefir stundað nám á ríkishá- skólanum, en liefir nú tekið við búsforráðum á föðurleifð sinni. Skulu þá talin hin helstu opinber störf, sem Jón K. Ólafsson hefir gengt um dagana. Árið 1908 var hann kosinn í sveitarstjóni (County Commissioner) og skipaði þann sess í samfleytt átta ár. Sveitarráðssetrið var á þeim árum flutt frá Pembina til Cavalier og nýtt ráðhús bvggt á síðari staðnum; fylgdi því mikið verk og vandasamt. Við árslok 1916 var kjörtímabil Jóns á enda, og var það þá ætlun hans að láta af opinberum störfum, en það fór á annan veg. 1 sambandi við stríðssókn Bandaríkjanna, en þá stóð yfir Heimsstyrjöldin fyrri, hlóðust ýms störf á hann; meðal annars var hann umsjónarmaður sölu stríðs- verðbréfa landsstjórnarinnar í Garðar-byggð og formaður deildar Rauða Krossins þar; auk þess annaðist hann fjár- söfnun til líknarstarfa á stríðsárunum. Að loknum stríðsárunum varð um stund nokkurt hlé á opinberum störfum af hans hálfu, en jafnhliða dró nú að því, að hann gerðist þátttakandi í þeim á víðtækara grundvelli en verið hafði. Stjórnmálabarátta í Norður- Dakota var á þeim árum harðsótt mjög, og var Jón valinn til þess að sækja um þingmennsku í Pembina-héraði undir merkjum hinna íhaldssamari manna í stjómmálum, sem andstæðir voru hinum nýja stjórnmálaflokki “The Non- partisan League”, sem þeim þótti of róttækur og fara of geyst í skoðunum og gjörðum. Náði hann kosningu og

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.