Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 75

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 75
ALMANAK 75 í Winnipeg. Að kveldi þess 27. var aldarf jórðungsafmælis kirkjufélagsins minnst með fjölsóttri og virðulegri sam- komu, er séra Eyjólfur J. Melan, forseti félagsins, stýrði. Séra Halldór E. Johnson var aðalræðumaður, en meðal þeirra, sem fluttu kveðjur, voru séra Valdimar J. Eylands, forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Egill H. Fafnis, forseti Kirkjufélagsins lúterska, séra Eiríkur Brynjólfsson frá Út- skálum, fyrir hönd biskups og prestafélags fslands, og séra Albert E. Kristjánsson. Séra Eyjólfur J. Melan var endurkosinn forseti Hins sameinaða kirkjfélags. — Sam- tímis var haldið tuttugasta og fyrsta ársþing Sambands kvenfélaga kirkjufélagsins. Mrs. S. E. Bjömsson var end- urkosin forseti sambandsins; Mrs. Sigríður Ámason, Win- nipeg, var kosin lífstíðarfélagi í Allsherjar Sambandi úni- tariskra og annara frjálstrúarkvenna í Boston, og þær Mrs. Guðrún Anderson, Winnipeg (áður í Piney) og Mrs. Thora Finnbogason, Langruth, voru kosnar heiðursfél- agar Kvennasambands kirkjufélagsins. Júní—Mrs. Thelma Guttormsson-Wilson píanó-leikari kosin forseti hljómlistarfélagsins Junior Musical Club í Winnipeg. 6. júlí—Sextíu ára landnámsafmæli íslenzku byggðanna austan við Manitoba-vatn haldið hátíðlegt að Lundar með fjölþættri og tilkomumikilli samkomu, sem talið er að •3000 manns liafi sótt. Séra Halldór E. Johnson var sam- komustjóri, en Kári Byron sveitaroddviti bauð gesti vel- komna. Aðalræðumenn voru Paul Reykdal, Skúli Sigfús- son, fyri'v. fylkisþingmaður, séra Albert E. Kristjánsson og dr. Richard Beck. Kveðjur fluttu menntamálaráðherra Manitobafylkis, Hon. J. C. Dryden, fyrir hönd fylkisstjóm- arinnar, G. L. Jóhannson ræðismaður, af hálfu íslenzku ríkisstjómarinnar og séra Valdimar J. Eylands, forseti Þjóðræknisfélagsins. 6. júlí—Séra Eric H. Sigmar settur inn í prestsembætti sitt í Argvle við hátíðlega athöfn, að viðstöddu marg-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.