Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 3

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 3
Formáli þýðarans. Islenzk alþýða er, því miður, of ókunnug hinu sanna ástandi heiðinna þjóða. Nii er það alkunnugt, að flestar aðrar kristnum þjóðir hafa öldum saman unnið að trúboði meðal heiðingja; en íslenzka þjóðin ^efir engan þátt tekið í þvl starfi til þessa. En nú má ekki lengur svo búið standa. Hver sú ^ristin þjóð, sem ekki sinnir trúboðinu meðal heiðingja, sýnir í því mikið vanþakklæti við drottinn, sem hefir látið hana búa öldum saman við Ijós fagnaðarboðskap- arins. Til þess að fræða alþýðu manna um eymdarástand heiðinna manna, þá hefi ég snúið þessari sögu á ís- lenzku. Sagan er frumsamin á ensku af enskri konu, -^da Lee, sem er trúboði austur á Indlandi, þar sem Sagan gjörist. Sagan er þvt rituð ettir áreiðanlegum heimildum, enda þykir svo mikið í hana varið með kristnum þjóðum, að hún kvað nú þegar hafa verið þýdd á 12 tungur. Og hver, sem les söguna með at- hygli og hleypidómalaust, mun llka fljótt sjá, að hún á Þá útbreiðslu skilið, sem hún hefir fengið. Hún sýnir Þáð átakanlega, hvað það kostar heiðingja, að leita guðs, þangað til hann finnur hann. í júni 1906. Bjarni Jónsson.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.