Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 79
HEIMIUSVINURINN
79
sína og leiddi son skólakennarans sér við höndr
rann henni undir eins í grun, hvað um værí að
vera og sagði: „Góði minn! Hvað á Kristján að
gera hingað?“
Presturinn svaraði með mestu hægð: „Hann
á að vera barnið okkar, góða mín!“
„Á hann að vera barnið okkar? Og eiga þá
börnin okkar flmm að ganga út og betia?“
„Ónei“, svaraði presturinn, „drottinn segir:
Hver sem tekur á móti slíku barni í mínu nafni,
sá veitir mér viðtöku, og Jesú Kristi munt þú þó
ekki viija vísa á dyr?“
„ Ónei, en.....“
„Ekki eitt orð meira, heillin mín! Þú veizt,
að ég reiði mig fyllilega . og staðfastlega á guðs
orð, og þar mun koma, að þú fær líka að reyna,
hversu sönn þau eru. En nú skulum við fyrst og
fremst sýna nýja barninu okkar, hvar herbergið
hans Hinriks er; þeir skulu verða stallbræður upp
frá þessari stundu".
Prestskonan þekti manninn sinn svo vel, að
hér dugðu engin mótmæli. Hún tók þegjandi í
hönd drengsins og leiddi hann inn í herbergi elzta
sonar síns, en á honum hafði hún sérstakt eftir-
Iseti. Hún mælti ekki eitt vingjarnlegt orð við
Kristján litla, heldur snóri hún sór að honum, áður
en hún fór út úr herberginum og mælti: „Gættu
þess nú, að gera honu Hinriki mínum engan ó-
skunda. Þú ert víst mesti óþektar-hnokki".