Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 92
92
HEIMILISVINURINN
að halda uppi vörn fyrir sakborninginn ; hann hefði
þekt hann frá barnæsku. Lýsti hann síðan glögg-
lega öllu bernskulífi hins kærða, og hlífði ekki fóstru
sinni í þeirri skýrslu, Skýrði því næst frá hrösun
fangans og svo aftur írá iðran hans- Lauk hann
sínni snjöllu vörn með þessum orðum, töluðum
með mikilli áherzlu :
„Herrar mínir, eiðsvörnu dómarar! Ég þarf
ekki að biðja yður um mildan dóm, því ég er viss
um, að þér eruð sömu skoðunar eins og ég, og
sömuieiðis er ég sannfærður um, að yður langar til
að gera alt, sem þér getið til þess, að sonur trú-
aðs prests geti byrjað nýtt líf.
Hinir eiðsvörnu dómarar véku þá úr salnum
og komu innan lítillar stundar inn aptur. Dóm-
urinn hijóðaði svo: „Sekur, með málsbótum, og
refsing: tveggja ára einfalt fangelsi". Hinrik slapp
þá með þessurn hætti hjá betrunarhússvíst. Þegar
dómurinn var birtur, heyrðist hátt hijóð frammi í
áhorfendahópnum. Það var móðir Hinriks; hún
hafði verið meðal áheyrandanna, og heyrt alt, sem
fram fór; en nú hné hún í ómegin.
IV.
Það var kvöld. Fyrir framan fátæklegt hús í
N.borg, nam vagn staðar. Ungur maður kom út
úr vagninum, gekk að húsdyrunum og spurði eftir
ekkjufrú Kristiansen. „Hún er ekki komin heim
úr vinnunni en þá“, sagði ung stúlka, sem varð