Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 67
HEIMILISVINURINN
67
fjarlægjast guð meir og meir, þangað til þeir að
lokum verða algjörlega á valdi Satans — og þá er
sú synd komin, er hvorki verður fyrirgefin i þessu
né öðru lífi. Eins magnast holdsveikin smám sam-
an. Fyrst ber á dálitlum lasleika, síðan koma dá-
litil útbrot á hörundið, síðan rotnar fremsti kögg-
ullinn af einum fingriuum, svo af öðrum, þangað
til hver limurinn dettur af á fætur öðrum. Og nú
brýzt sjúkdómurinn inn á við og altekur innýflin
og þá slokknar lífið. Hræðilegt er það, hvernig
þessi sjúkdómur færist yfir líkamann. Holdsveik-
inni fylgja, eins og syndinni, nýjar og nýjar þján-
ingar; menn eru skildir frá öðrum, relmir burt af
heimili sínu, geta ekkert haft fyrir stafni, verða
þungiyndir 0. s. frv. Og enn er eitt líkt með hoids-
veiki og synd; báðar leynast þær lengi fyrir manna
sjónum.
Á einu barnaheimil trúboðanna var stúlka,
Líza að nafni. Hún var „hungurbarn", eins og það
er kallað. Foreldrar hennar voru indverskir. Hún
mundi það, að hún hefði horft á, að faðir hennar
var borinn úr húsinu og fluttur í skyndi til Gang-
esfljótsins, af því menn álitu hann dauðvona og
vildu unna honum þess, að taka síðustu andvörpin
á bökkum hins heilaga fljóts. Yinir hans sátu hjá
honum um hríð — en dauðinn kom ekki. Þeir
urðu þá fljótt þreyttir á biðinni og keyptu nokkra
menn til að gæta hans, þangað til dauðastundin
kæmi. Yeslingsmaðurinn neytti hvorki matar né
5