Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 49
HEIMILISVINURINN
49
Hún segir frá því, að hún hafi einu sinni
ferðast 1 gegnum frumskóg, um nær ófæra vegu
og hafði þá ekkert annað til matar og drykkjar,
en vökva úr jurt, sem hún fann á veginum. Þeg-
ar leið að kvöldi, þá bar hana að litlu þorpi, og þó
að hún væri nú svona vegmóð og svöng, þá sett-
ist hún þar niður og fór að vanda að prédika
fagnaðarerindið fyrir þeim mönnum, sem þyrptust
utan um hana og margir þeirra höfðu ekki heyrt
fagnaðarboðskapinn fyrri en í það skiftið. Hún
varð svo full af áhuga, að hún gleymdi þvi alveg,
að hún var hungruð, þangað til einhver kona
spurði hana, hvað hún ætti að hafa til matar.
„Það veit ég ekki“, svaraði Chundra Lela. Konan
spurði þá, hvort hún mætti ekki færa henni eitt-
hvað að borða. Konan kom aftur að vörmu spori
nieð indælan kjötrétt á fati og hrísgrjón með; þar
að auki færði hún henni mjólkurhlaup og sumt af
þvi góðgæti, sem þarlendir menn neyta. Chundra
Lela þakkaði guði fyrir það, að hann hafði bætt
svo ríkulega úr þörf hennar. Síðan íleygði hún
sér niður á jörðina og svaf vært til næsta morg-
uns; vaknaði hún þá endurnærð af svefninum, til
að gegna störfunum þann daginn.
Seinna meir hvarf hún aftur til Midnapúr til
að aðstoða dr. Philips við starf hans þar í um-
■dæminu. Þegar hún nú einu sinni lagði af stað
til að prédika, þá sagði dr. Philips við hana: „Ég
«r hræddur við að láta þig ferðast svona peninga-
4
L