Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 89
HEIMILISVINURINN
89
allar mínar óskir uppfyltar; hún kendi mér aldreí
í æskunni, að til væru hlutir, sem sem ekki væri
hægt að öðlast. Ó! hvað mundi aumingja faðir
tninn segja, ef hann vissi þetta?“
Þrjózkan rýmdi fyrir örvæntingunni í hjarta
Hinriks; hann fór að hugsa um að stytta sér ald-
ur. Vesalings ungi maðurinn þekti ekki þann föð-
ur, sem leyfir oss að ákalla sig í allri vorri neyð,
hversu djúpt sem vér erum fallnir. Hann fast-
réði með sér, að gera enda á lífi sínu, áður en
yfirheyrslan fyrir réttinum byrjaði aftur.
Einu sinni voru klefadyrnar sviplega opnaðar,
og inn kom rannsóknardómarinn á óvanaleg-
um tíma. Hann rétti Hinrik vingjarnlega hönd
sína, en fanginn vildi ekki taka í hana. ,Kæri
bróðir rninn! ég hefi fengið leyfi hjá dómsmála-
ráðherranum til að verja mál þitt. Það verður
settur annar héraðsdómari í minn stað til að dæma
mál þitt. Seztu nú hérna við hliðina á mér; svo
getum við talað um málefnin.
Hinrik varp öndinni mæðilega. Svo — hvað
gagnar það! Með þessu verður mál mitt gert að
umtalsefni í allri borginni.
„Hættu nú að tala í þessum málrómi, kæri
Hinrik; þú ert og verður ávalt bróðir minn, og ég
skal gera alt, sem ég get, fyrir þig. Ég get ekki
séð nokkurt ráð til þess að koma i veg fyrir, að
hiál þitt verði lýðum Ijóst í öllu þessu bygð-
mdagi. Það er að minsta kosti full sorglegt,