Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 82
82
HEIMILISVINURINN
og þegar hann stóð upp frá bæninni og gekk í
liægðum sínum heim til sín, þá sagði hann við
sjálfan sig: „Bezta skeiðið æfi minnar er nú lík-
lega á enda; en hingað til heíir drottinn hjálpað
mér, og það mun hann framvegis gjöra. Já, guð
minn góður, ég fel mig í þínar hendur; hvert sem
þú leiðir mig, þangað vil ég fara“.
Þegar Kristján var kominn heim, gekk hann
til herbergis sins, settist niður og leit í huga sér
yfir iiðna daga. Hann mintist nú þess, að fósturfaðir
hans sálugi hafði leitt hann burtu frá föður sínum
deyjandi; og nú mintist hann allra hinna mörgu
huggunarorða, sem presturinn hafði til hans talað
á liðnum árum. — En hvað lá nú fyrir honum?
Hann gat ekki búist við, því siður heimtað, að
prestskonan annaðist hann framvegis; hún myndi
eiga. fullerfitt uppdráttar, þó hún hefði eigi fyrir
öðrum börnum að sjá en sínum. Hvernig átti
hann nú að geta haldið áfram námi sínu, senr
honum hafði gengið svo vel? Hann langaði svo
mikið til að verða lögfræðingur; en hann átti ekki
einu sinni svipað því nóga peninga til þess, að geta
borgað fyrir sig þetta eina ár, sem hann átti eftir
á latínuskólanum.
Meðan hann sat nú þarna í þessum djúpu og
alvarlegu hugsunum sínum, var (jyrunum lokið upp
og stallbróðir hans Hinrik kom inn; illgjarnlegt
bros lék um varir hans. „Nú eigum við þá, kæri
fóstbróðir, að fara að skilja. Það er dæmalaust