Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 15

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 15
HEIMILISVINURINN 15 með töfrum sínum; fyrir innan hringinn var konu hans óhætt fyrir öllu illu og fullyrti hann það við' hana; hún mætti að eins ekki fara út fyrir hann. Óðara en Ram var farinn, kom förumaður til konu hans og bað hana að gefa sór hrísgrjón. Eng- mn er svo djarfur, að hann neiti þessum helgu íörumönnum um það, er þeir beiðast, og Síta sá að hún hlaut að verða við beiðni hans, enda þótt. hún væri þá neydd til að fara út fyrir töfrahring- mn, sem Ram hafði markað. En í sama vetfangi °g hún steig fæti sínum út fyrir hann, þá brást förumaður aftur i sína eiginlegu mynd, þreif kon- nna, sem var sveipuð blæju sinni, á arma sér í loftvagni sinum, og flutti hana heim í höll sína á. ^eylon. Ram hvarf nú aftur til skálans; en er hann fann ekki ástkæru konuna sina, þá tók hann að gráta og harma framar en nokkrum manni væri hnt að gjöra. „Öll náttúran“, stendur í sögunni,. nbæði fuglar og villidýr samhrygðust honum; jörð- m sjálf titraði við kveinstafi hans. Hanuman, apa- guðinn, varð fyrstur til að hugga hann. Hann hafði horft á, er konungurinn í Ceylon nam Sítu hurtu og bauðst til að fara og leita hana uppi. ^am sendi með honum orð og kveðju til konu sinnar; svo fékk hann guðinum innsiglishring, er hann skyldi færa konunni til minja um kærleika sinn og trygð. Apakonungurinn fór nú leiðar sinnar, og er

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.