Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 19
HEIMILISVINURINN
19
Þar fyrir innan eru margir fagrir aldingarðar og
tjarnir. Það var þar, sem Krishna, sem er and-
styggilegastur af öllum hjáguðum Indverja, hafði
niesta ilskuna í frammi. Það er trú Indverja, að
einhver undursamlegur kraftur hafl bygt musterið
á einni nóttu. í musterinu er fyrst helgidómur
°g þar næst rúmgóður forsalur; þakið yfir salnum
hvílir á sextíu granítsúlum og sandsteini; upp úr
musterinu gnæfir keilumyndaður mjótui'n, 170 feta
hár. Musterið sjálft er fimmfalt að viðum og 100
feta hátt. Sagan segir, að sama daginn sem
Krishna dó, hafi sjórinn gengið á land og skolað
allri borginni burtu, nema þessu helga musteri;
hað hefir öldunum aldrei tekist að skella yfir.
Það eru engin undur, þó að miljónir pílagríma
sækí heim þennan helgistað, því svo er að kveðið
áin hann í bókunum: „Hver sá, sem sækir heim
helgídóminn á þessum stað, þar sem Krishna hafð-
ist við, er laus allra synda sinna“. Á þessum stað
htaði Chundra Lela allan líkama sinn rauðan með
Sandel-trénu og dvaldi hálfan mánuð í musterinu,
til að biðjast fyrir. Hún gaf öllum Bramaprestum
°g meinlætamönnum (Fakirum), sem kvelja sjálfa
sig trúar sinnar vegna, málsverð og peninga.
Þaðan lagði hún svo upp í ferðina til hins
síðasta mikla helgistaðar, Badrinath, er liggur yzt
á norðurtakmörkum Indlands. Það musteri er bygt
tii heiðurs guðinum Yishnu, viðhaldaranum. Sagt
er að likneski guðsins sé tekið upp af botninum á
2*