Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 23
HEIMILISVINURINN
23
guðinn Krishna hafi halfiið fjallinu á fingri sér.
Bn ekkert sá hún né heyrði, er hugsvalað gæti
sálu hennar. Loks kom hún til Allahahad (guðs-
borgarinnar) og laugaði sig, þar sem Gnmma og
Ganges láta sína heigu strauma renna saman.
Þar dvaldi hún í mánuð, meðan markaður sá
stóð yfir, er Mela heitir; á hann til trúarinnar rót
sina að rekja. Hún laugaði sig á hverjum degi
°g baðst fyrir. Musteri er þar í jörðu niðri; þangað
kom hún og tilbað líkneski skurðgoðsins, og tíndi
sér nokkur biöð af trjám, sem — að ætlun hennar —
óxu í miðju musterinu undir jörðinni og í svarta
éoyrkri. Sagt er, að iækningarkraftur búi í blöð-
Unum. Prestarnir skifta um þessi blöð með fárra
^aga millibili á næturþeli án vitundar pílagrímanna,
en veslings hjátrúarfullu yfirbótarmennirnir hyggja
að þau spretti virkilega upp úr musterisgólfinu.
Chundra Lela las á hverjum degi í helgibók-
um Indverjanna (Shastrá); alt, sem hún hafðist að,
gjörði hún að tilvisun þeirra. Síðan ferðaðist hún
oiður með Ganges-fljótinu, þar til er hún kom til
Benares, hinnar heilögu borgar Indverja. Þar
gjörði hún bænir til Síva, eyðingarguðsins; þar
íórnaði hún æðsta Bramaprestinum, samkvæmt
fyrirsettum reglum, þessum hlutum: regnhlíf, rúm-
ábreiðu, rúmi, diski, lampa, bikar, leirpotti, skál
uodir vatn til að stökkva yfir líkueski guðsins,
flókaskóm og kú. Hún kastaði blómum út á
Gangesfljótið og sá þau berast ásamt þúsundum