Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 24

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 24
24 HEIMILISVINURINN af öðrum blómum, er fleygt hafði verið í fórnar- skyni; líktist fljótið þá geysistórum, streymandi blómsturgarði. Já, blómin bárust burt með straumn- um, en í hjarta Chundra Lela var ekki annað eftir en svartasta myrkur. Hún dvaldi þar marga daga til að lauga sig og biðjast fyrir í ýmsum helgi- dómum í þeim stöðum, þar sem skurðgoðið átti sér merkilegast aðsetur. Þá sótti hún iíka heim fæðÍDgarstað Rama; þar dvaldi hún marga mánuði til að tilbiðja eftirtætisguðinn sinn. Henni var sagt, að musterisfórnin ætti að vera ker til uð sjóða i og önnur húsgögn, er Sita gæti notað, kona Rams. Skamt þaðan sýktist ðnnur af tryggu stúlkunum, sem fylgdu henni, af kóleru; dró þá sótt hana tii dauða, þó að Chundra Lela gjörði alt, sem henni var unt, til að bjarga lífi hennar. Lögregluþjónarnir brendu bæði lík hennar og föt. Skömmu síðar dó líka hin fylgdarkonan með sama hætti. Nú var Chundra Leia ein síns liðs; sótti hún nú i fyrsta sinni vatn og matbjó handa sér sjálf. Eftir þetta fanst henni sem guðirnir hefðu dregið úr sér kjarkinn og útskúfað sér fremur en áður. Nú voru alls liðin sjö ár, síðan hún fór að heiman og hóf pilagrímsför sína, og nú vissi hún ekki, hvað hún átti til bragðs að taka. Áður en hún hafði fastráðið nokkuð, fór einu sinni hópur af pílagrímum fram hjá staðnum, þar sem hún dvaldi. Hún spurði, hvert förinni væri heitið, en

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.