Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 26

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 26
26 HEIMILISVINURINN er hann kom aftur. „Allir þágu þeir matvælin“, sagði hann, „nema kona ein, sem sat og var að lesa í helgibókunum". Konungur kvaddi þá Chundra Lela til fundar við sig; var hún þá leidd inn til drotningarinnar og tignarkvenna hennar. „Hvaðan kemur þú?“ spurðu þær, „og hvers vegna vildir þú ekki þiggja matinn, sem vér send- um þér?“ „Ég á heima í Nepal", svaraði hún; „faðir minn var hirðprestur konungsins í Nepal. Ég kosta mig sjálf á ferðum minum og kaupi mér mat sjálf“. „Hvernig stendur á því, að þú kemur hingað svona langt að“, spurðu þær aftur. „Ég er að ferðast til að leita guðs og fá lausn synda minna“. Og nú sagði hún upp alla sögu sína og konungur og drotning hlýddu á. Þau kom- ust bæði við af þeim miklu raunum, sem hún hafði ratað i á pílagrímsför sinni. „Alt þetta hefi ég þolað“, sagði hún að lokuin, „í þeirri von, að ég myndi finna guð“. „Þá mælti konungur: „Þú ert jafntigin dóttir hirðprests vors; þess vegna skaltu njóta sama heið- urs, eins og þú sért vor dóttir. Dveldu hjá oss og hættu ferðum þínum! Þú skalt vera hofgyðja i húsi voru“. Hún þáði boðið. Konungur lét byggja henni hús og fékk henni þjóna. Hún varð nú ein aí konungsfólkinu, kendi konunum Sanskrít, las í hinum helgu bókum fyrir þeim og hafði guðsþjónustuna

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.