Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 34

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 34
34 HEIMILISVINURINN og rifu helminginn af þeim; henni þótti gott að sleppa lifandi úr klórn þeirra. í helgibókunum hafði hún lesið um það, hvernig kona guðsins Siva dó. Faðir hennar hafði gjört veizlu miklu og bauð til hennar öllum sínum tengdasonum og öðru stórmenni, En Siva einum var ekki boðið. Parvati tók sér svo nærri óvirð- ingu þá, er menn höfðu sýnt manni hennar, að hún neitaði að taka þátt í veizlunni. En meðan á veizlunni stóð, brann mikið bál í hallargarðinum og Parvati fleygði sér á bálið. Að vörmu spori bar Siva mann hennar þar að; hann nam lík hennar burt með spjóti sínu og flaug með það í loftinu. Þá duttu partar úr líki hennar á jörðu niður, og varð hver sá staður heilagur, er part- arnir komu niður. Með þessum hætti sýnir guða- fræði Indverja, að sjálfsmorð og manndráp og aðrir lestir, sem ganga fjöilum hærra meðal mannanna, séu drýgðir af guðunum sjálfum. Chundra Lela hafði lesið um þann stað í Assam, þar sem auga Parvati átti að sögn að hafa dottið niður. Það hafði sokkið til botns í stöðuvatni einu litlu og var orðið að skæru, logandi ljósi. Chundra Lela ásetti sér að fá fulla vissu um þetta af eigin sjón og raun. Eftir langa ferð komst hún þangað og menn sýndu henni tjörnina, sem Ijósið blikaði upp úr með fögrum ljóma. Presturinn sagði henni, að þetta væri auga Parvatis.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.