Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 38

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 38
38 HEIMILISVINURINN Kona þessa manns æskti þess, að Chundra Lela kæmi til hennar og læsi helgibækurnar fyrir sig- Yarð hún svo fegin komu hennar, að hún fékk þvi á leið komið við mann sinn, að hann fengi henni sérstakt herbergi; gat hún búið þar út af fyrir sig með allar myndirnar af skurðgoðum hennar, sem hún hafði haft með sér á allri píla- grímsferðinni. í húsi þessa embættismanns veitti Chundra Lela mörgum konum tilsögn í helgibók- unum og framdi guðsþjónustuna fyrir þær, enda þótt hún hefði sjálf mist alla trú á guðunum. Henni stóðu líka opin heimili margra tiginna indverskra ætta og varði öllum sínum tíma til að veita lærisveinum sínum fræðslu í helgibókum Indverja. En þó kom svo, að hún fékk svo mikla óbeit á guðamyndum sínum, að hún safnaði beim einu sinni saman öllum og bar þær heim til hjóna, sem voru af mjög lágum stigum. Hún gaf kon- unni þær ailar og sagði: „Þú getur tílbeðið þess- ar myndir, ef þig langar til; ég er búinn að til- biðja þær í mörg mæðusöm ár, en árangurslaust; ég dýrka þær aldrei framar. Það er enginn sann- leikur í guðatrú Indverja; ef svo væri, þá hefði eg fundið hann“. Hún kom oft inn i hús hins unga fóstur- sonar síns. Systir hans, Parborti, giftist um Þ®1' mundir og flutti þá í hús tengdaföður síns í öðrum hluta bæjaríns; þar hafði trúboði, dr. Philips, sem þá var dáinn, boðað kristna trú. Systir þess trú-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.