Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 41

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 41
HEIMILISVINURINN 41 að lesa upp íyrir oss? Þaðeru bækur kristinna taanna eða er ekki svo? Gættu að þór, að þú verðir ekki kristin. Hættu að sækja samkomuhús trúboðanna. Yér skulum sjá um, að þú getir fengið kennara í máltræði heima hjá oss“. „Nei“, svaraði hún, „ég vil ekki lesa hjá ind- verskum kennara- (Pandit). „Ég vil heldur halda áfram að fá tilsögn hjá stúlkunni“. Þá tóku þeir að ógna henni og sögðu: „Ef þú verður kristin, þá útskúfum vér þér allir, og þá munu menn segja, að þú sért gengin frá vitinu og þú verður lamin og barin grjóti. Kristnir menn verða víst brátt leiðir á þér og reka þig frá sér. Hvað tekurðu þá til bragðs?“ „Jesús er guð“, svaraði hún, „ef ég læt lífið hans vegna, þá er mér borgið. Ég er óhrædd. Þér getið ekki aftrað mér — reynið ekki til þess! Það væri betra, ef þér snérust líka til kristni“. Og svo tók húu að segja frá Jesú og gjörði grein fyrir sinni nýju trú, fyrir öllum þeim múga manns, sem safnaðist kringum hana. Eftir það er hún hafði fengið tilsögn í tvo mánuði, þá sagði hún trúboðunum frá þvi, að sig langaði til að verða kristin. Einu sinni, er hún var stödd í trúboðahúsinu; þá komu þeir dr. Philps °g faðir hans inn í stofuna. „Hvaðan af löndum ert þú komin?“ spurði faðir dr. Philips. áÉg er borin og barnfædd í Nepal“.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.