Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Síða 51
HEIMILISVINURINN
5i
að því marki, sem hún hafði sett sér. Sumir
snérust til kristni af þeim, sem á liana hlýddu,
og var útskúfað frá ættingjum og vinum. Chundra
Lela tók þá að sór og bar umhyggju fyrir þeim,
þangað til þeir gátu sjálflr liaft ofan af fyrir sér.
Skömmu síðar sótti einn bróðursonur hennar
hana heim. Hún fór óðara að segja honum frá
Jesú og biðja þess, að hann mætti snúa sér til
guðs. Þess var ekki langt að bíða, að hann opn-
aði hjarta sitt fyrir frelsaranum, og þá sótti hann
það fast, að hann fengi skírn. En af því að hann
var ekki fullveðja, þá sendu trúboðarnir hann heim
aftur tii ættmanna hans. En skömmu síðar dó
hann, en Chundra Lela var fyllilega sannfærð um,
að sálu hans væri borgið.
Hún vann nú að kristniboðinu með trúboðun-
um í ýmsum héruðum, eins og hún hafði áður
hjálpað dr. Philips, og þeir viðurkendu það allir,
að hún væri mikil hetja. En köllun hennar knúði
hana til að fara til fjarlægari þjóða og lagði hún
þá niður, hvernig haga skyldi nýrri krossferð.
Cliuiulra Lela skírir bróður sinn.
Chundra Lela tók sór fyrir hendur nýja píla-
grímsferð, sem stóð yflr í rnörg ár. Hún gekk nú
sömu brautinar og hún hafði forðum gengið frá
einum helgistaðnum til annars. En í þetta sinni
hafði hún Jesús að leiðtoga og það var hennar
hjartans gleði, að henni hafði verið leyft, að tala
4*