Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 52

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 52
5» HEIMILISVINURINN til þjóðar sÍDnar um hinn dásamlega frelsara, sem hún hafði fundið. Nú var hún búin snotrum, hrein- um og hvítum búningi, samskonar og þarlendir menn bera, og hkami hennar hreinn og ásjálegur. Þegar hátíðin stóð yfir í Allahabad, er margar þúsundir manna sækja á þessu ári, þá dvaldi hún þar heilan mánuð og pródikaði. Bramaprestum gramdist það svo, að hún fletti ofan af táldrægni þeirra fyrir fólkinu, að þeir hótuðu að drepa hana og keyptu það að heilum hóp af skríl að ráðast á hana. Þegar flugumenn þessir komu, þá sat hún á jörðunni og prédikaði fyrir mannfjöldanum, sem stóð og hlýddi á hana. Hún var hvergi hrædd og tók að tala við foringja flugumannanna með mestu hægð og spurði, hví þeir vildu grýta þann, sem væri vinur þeírra, hinn eina, sem varaði þá við yfirvofandi hættu. Samt fóru þeir að tína samaD steina til að kasta á hana, þá sagði hún: „Kastið þér þeim, ef þér viljið, en með því munuð þer meiða yður sjálfa, en ekki mig. Ég óska þess ekki, að guð refsi yður“. Og hún fékk í sann- leika svo mikið á þá með hógværð sinni og hug- prýði, að þeir köstuðu ekki einum steini á hana, heldur gengu burt og lofuðu henni að prédika í næði. Hún sótti heim flesta hina meiri helgistaði, er hún hafði sótt heim áður og ferðaðist hvarvetna um Assam og -Sylhet. Hún sótti líka lieim sömu drotninguna, er sýnt hafði henni svo miklar vel-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.