Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Síða 60
6o
HEIMILISVINURINN
eftir vegi, eins og á nóttu, leiösagnarlausa, hirðis-
lausa — æ, þá mynduð þér komast við, þá myndu
börn guðs standa upp og segja: „Drottinn! hér er
ég, sendu mig, sendu mig!“
Það er svo mikið talað og ritað um allar þær
plágur, sem gangi yfir Indland — hungur, drep-
sóttir og jarðskjálfta, en hvað er það alt hjá þeirri
ógæfu, að miljónir Indverja lifa og deyja án guðs?
Ó, að drottinn vildi senda heilan hóp af slík-
um verkamönnum til kornskerunnar, sem Chundra
Lela var — menn, sem hafa sjálfir verið hrifnir
út úr myrkri heiðninnar og hafa brennandi þrá til
að hjálpa sinni þjóð. Þá myndu auðnirnar blómstra
eins og rósagarðar, og er drottinn kemur aftur,
þá myndi hann lika hitta brúður sína á Indlandi,
því „hún skal finnast meðal allra þjóða“. Heyrið
hvað Chundra Lela segir: „Alt þetta gjörði ég til
að finna guð“. Hvað höfum vér gjört, til þess, að
vór getum lært að þekkja hann?
Cliundra Lela í‘er pílagrímsf'ör á gamals aldri.
Bænavikan stóð yflr. Söfnuður kristinna manna,
sem af indversku bergi vóru brotnir, kom saman
úr aiiri borginni Kalkútta til að taka þátt í sam-
bæn með hinum kristnu, er ættaðir vóru frá
Norðurálfunni. Gráhærð kona, í snjóhvítum búu-
ingi, gengur inn í samkomusalinn, lítið eitt reikandi
í spori. Það er Chundra Lela. Hún hafði í þess-
um sömu svifum stigið á land af skipi, sem hún