Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 66
66
HEIMILISVINURINN
á hverjum mánuði. Þá getur þú haldið húsinu í
lagi“.
„Þá lét ég til leiðast", sagði Chundra Lela, og
þegar samknman var úti og vér komum aftur til
Midnapúr, sagði einn af trúboðunum við mig:
„Komdu nú og sjáðu blettinn, þar sem húsið þitt
á að standa. Yér höfum valið handa þér þennan
kyriáta, friðsæla stað undir Mangótrénu. „Hvað er
þett,a?“ sagði ég, „viljið þér láta mig búa svona
afsíðis? Nei, ef þér byggið mér hús, þá iátið það
standa við alfaraveginn til þess að ég, þá er ég er
orðin sjúk og hrum af elli, geti skriðið út í dyrnar
og prédikað fyrir þeim, sem ganga fram hjá“.
Guð gefl, að vér elskuðum ailir köllun vora
svona heitt! Þá mundu margir fleiri af trúboðun-
um gæta skyidu sinnar. Drottinn gefl oss þúsundir
af slikum verkamönnum til indversku kornskerunn-
ar, — verkamenn, sem er það matur og drykknr,
að boða orðið haus!
Holdsveik stúlka tekur kristni.
Enginn hræðilegri sjúkdómur gengur í Ind-
landi en holdsveikin. Það eru engin undur, þó að
henni sé jafnað við syndina. Báðar eiga sammerkt
í því, að þær byrja svo, að maðurínn veit varla •
af þeim í fyrstu. Því það er sjaldgæft, að nokkur
drýgi stórglæp, nema á undan sje farin einhver
lirösun. Menn byrja álitlu; smátt og smátt sofnar
samvizkan, og þá koma hinar stóru misgjörðir. Þeir