Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 73

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 73
HEIMILISVINURINN 73 opnaði hjarta sitt fyrir Jesú. Og hann tók sér bústað í henni og flutti henni eilífan frið og gleði. En sú breyting! Nú leit veslings holdsveika stúlkan ekki framar augum til jarðar; hún átti nú ekki eftir að þola nema nokkurra mánaða eða eins árs þjáningar og einveru og ganga síðan inn í himinsins eilífu dýrð. Hún átti þegar í trúnni heima í því landi, þar sem engar vonir bregðast og dauð- inn er ekki framar til né harmur né mæða. Með andlitið ljómandi af hamingju, gengur hún meðal hinna holdsveiku mannanna og talar við þá um ljósið bak við myrkrið, um fagra landið bak við gröfina. Hún er orðin liuggun og gleði sinna sjúku bræðra og systra og Chundra Lela ber nú þá stjörnu í kórónu sinni, sem skín fegur en allar hinar. Bjarni Jónsson þýddi.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.