Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 76

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 76
76 HEIMILISVINURINN kennarinn, og heyrðist á mæii hans, að hann átti mjög erfltt með að tala, „nei, þér getið hvorki gert það né ættuð að reyna að gera það. Þór eigið sjálfur fimm börn og embætti yðar er ekki tekju- mikið. Nei, þér hafl ávalt verið mór góður prest- ur og sálusorgari; en þetta er of mikið; ég get ekki tekið á móti því“. „Þór verðið vonandi neyddur til þess, kæri Hansen, því ég tek Kristján heim með mér þegar í dag“. „Já, en frúin yðar, herra prestur . . . ?“ „Já, konan mín, Hansen, hún verður honum móðir upp frá þessu. Nú er úttalað um þetta mál. Það er svo mikið, sem við eigum enn eftir að tala saman um.“ Síðan töluðust þeir við um löngu ferðina, sem Hansen átti fyrir höndum og um alla þá dýrð, er hann fengi að sjá. En er að því var komið, að presturinn yrði að ganga á stað, þá var kallað á Kristján inn og faðir hans breiddi faðminn á móti honum og sagði: „Nú fer hann faðir þinn bráðum burtu, heim til drottins síns og frelsara." Drengurinn varpaði sér í faðm föður síns og hrópaði: „Pabbi minn, þú mátt ekki deyja! Hvað ætli verði þá af mér?“ „Drengurinn minn! Guð heflr sjálfur séð þór borgið. Eg get ekki verið kyr hjá þér, þótt ég feg- inn vildi, og þú getur ekki orðið mér samferða í

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.