Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 86

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 86
86 HEIMILISVINURINN og hann sagði við sjálfan sig: „Fel þitt ráð í föðurhendur guðs og treystu honum, hann ber um- hyggiu fyrir þér“. Þegar Hinrik frétti það um kvöldið, að Kristján ætlaði að búa í húsi bankastjórans, sagði hann, og gat ekki dulið gremju sína: „Hvað sagði ég ekki, Kristján hugsar sér hátt í heiminum; húsið okkar er helzt til lítilfjörlegt handa honum. Nú er hann kominn vel á veg með að verða lögvitringur, eins og ég sagði“.------- III. „Herra héraðsdómari! Hérna færi ég yður fangann Hinrik K.; hann hefir verið handtekinn fyrir skjalafölsun." „Látið hann koma inn“ sagði héraðsdómarinn ungi og það var enginn annar en vinur okkar Kristján Hansen. Hann horfði hvast á fangann; fanginn var mjög aumingjalegur, í rifn- um fötum með úfið hár. Þegar hann sá dómar- arann, setti hann dreyrrauðan. Dómarinn lagði vanalegar spurningar fyrir fangann með mestu still- ingu, hver hann væri og hvernig á högum hans stæði; fanginn skýrði frá því með skjálfandi röddu, að hann væri sonur hins fyrverandi prests i N. borg, að móðir sín væri búandi ekkja þar í borg- inni; hún hefði lagt á sig mikið erfiði, til þess að hann fengi gengið skólaveginn; hann hefði ætlað sér að verða læknir, og verið kominn vel á veg með það; en hann hefði verið eyðslusamari en

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.