Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Síða 91
HEIMILISVINURINN
9>
t>ví, að bróðir hans var kropinn niður við hlið hans,
og að höfug tárin runnu niður kinnar hans. Krist-
ján heyrði ekkert nema bænarorðin, sem hann
sjálfur sendi upp að hásæti drottins. Eu er hann
lauk bæn sinni, heyrði hann, hátt og skýrt: Ameu,
já, Amen! Hann sneri sór við og sá, að Hinrik,
lá á hnjánum, með hendurnar fyrir andlitinu, og
grét hástöfum."
Kristján stóð úpp frá bæninni, lagði hönd sína
á höfuð fangans, og sagði: „Hinrik, guð lætur oss
að vísu detta í vatnið, en hann lætur oss ekki
drukna. Ákalla mig í neyðinni, segir drottinn,
ég skal frelsa þig og þú skalt vegsama mig“.
Með þessum orðum skildust þeir, dómarinn og
fanginn, í klefanum. En upp frá þessu var dóm-
arinn tiður gestur hjá fanganum, og hann sá það,
sér til mikiilar gleði, að Hinrik gaf guði smám-
saman hjarta sitt og varð stöðugt glaðari í bragði
og vingjarnlegri, þó gamli sjálfsþóttinn gægð-
ist fram hjá honum stöku sinnum.
Nú leið að þeim degi, að dóminn skyldi upp
kveða yflr Hinrik. Hann sat á bekk glæpamanna,
fölur sem nár. Réttarsalurinn var troðfullur. Þegar
fanginn var spurður að, hvort hann játaði sig sek-
an, svaraði hann: „Já, fyllilega sekan“. Kær-
andi las upp mjög harðort kæruskjal og iét í ljósi,
að í máli þessu lægju engin atvik fyrir, er neitt
gætu dregið úr sökinni, né úr refsingunni. En nú
stóð verjandi upp og sagðist álíta sér__helga skyldu