Fróði - 01.05.1913, Side 4

Fróði - 01.05.1913, Side 4
2Ó0 FRÓÐI “Já, Barlow vitanlega”. Tveir rrienn fjellu við skotholu og stóðu blóðbunur úr undun- um banvænu; nú hvinu kúlur gegnum hverja holu. ‘‘Lokið skotholum öllum”, hrópaði Hamilton. Hann snéri sjer að Farnsworth og sagði: ‘‘Við höldum þetta ekki lengi út. Lokið hverri holu, er kúla kemst um. Farið f kring og gefið á- kveðnar skipanir. Látið ekki mennina stofna sjer heimskuiega f hættu, Við erum á valdi hundingja þessara þarna úti”. Hann hafði algprlega tapað sjer, er hann kom auga á Bever- ley, áður en mennirnir fjellu. Nú vaið honum alt f einu Ijóst, að ef hann ætti að sleppa frá grimdar-æði Frakka og hefnd uunusta Aliee, yrði hann þegar að varpa sjer á náðir Clarks. Það var hans eina lífsvon. Hann tók Farnsworth afsíðis og rjeðist um það við hann, hvað til bragðs skyldi taka. Ósköpin, serrt á gengu utan-virkis, virtust gera úthlaup ómögulegt og hann bjóst við öllu hinu versta. “Við erum gersamlega á valdi þeirra”, sagði hann og ypti öxlum um leið og hann leit á deyjandi mennina. ‘‘Hvað sýnist yður að gera?” Farnsworth var sjeður hermaður. Hann mundi eftir þvf, að Philip Dejean, dómari f Detroit, var á leiðinni niður Wabash- fijótið með flota, hlaðinn mönnum og vistum. Plvf ekki að biðja um vopnahlje f nokkra daga? Það gat ekkert ilt gert, og fengist það, gat það bjargað þeim. Iiamilton greip þetta ráð fegins hendi og ritaði þegar brjef, er hann sendi undir hvítum fána. Aldrei á allri herævi sinni hafði hann orðið jafn feginn, að bar- daga lyki skjótt. Hann sá í anda Beverley standandi yfir hinni fölu ásjónu Alice. Það var næg trygging fyrir voðalegri hefnd. Svar Clarks kom von bráðar rispað á óhreinan seðil. Um vopnahlje var ekki að tala. Seðillinn endaði þannig:

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.