Fróði - 01.05.1913, Page 16

Fróði - 01.05.1913, Page 16
272 FRÓÐI um atburði. Sakir vftaverðrar ógætni komst eldur f 26 púður- hylki, er hvert var 6 pund að þyngslum. Af sprenging þessari leiddi svo mikinn skjálfta, að menn fjellu til jarðar unnvörpum og 6 menn sæiðust alvarlega. Meðal Jþeirra voru þeir Bowman og Worthington, deildarforingjar. Fyrst eftir þórdunu þessa varð almenn þögn bæði utan og innan virkis. En brátt hófst afskaplegnr hávaði; svo tryllingsleg- ur, að jafnvel Clark ir.isti stjórn á sjálfum sjer og tók þátt f fagn- aðar-ópinu. Brátt náðu þeir sjer samt, Clark og Beverley, og buðu liðsmönnum að þegja. Þvf boði var hlýtt f svip, en ólætin brátt endurnýjuð hálfu verri en áður. “Djöflagangur! Stórt gaman!” tísti f Jason frænda. “Hjelt gamla veröld fara í hundrað þúsund mola”. Hann dansaði sem vitlaus væri. ‘‘Ja—ja, —ágætt. Lifi Alice fáni ! Lifi Georg Washington!” bætti hann við. Þá er Beverley heyrði Alice nefnda, leit hann kringum sig. Hvar var hón? Hann sá sjera Beret hlaupa þangað, er særðu mennirnir láu, og taka að hjúkra þeim. Hanrilton virtist sá eini, er var með öllu rólegur. “Hvar er Alice — ungfrú Roussillon? Hvert fór hún?” hrópaði Beverley og horfði, óttasleginn, um alt. “Vcit ekkí”, svaraði Jazon frændi ofur kæruleysislega. “Skaust hjá mjer rjett núna, þá skratti var laus. Flaug eins og fugl — fór þarna — vcit ekki meir. Flogin burt f tiinglið, jeg held. Varð aldrei hræddur fyr — hjelt fjandinn nú kominn sækja mig. Framhald.

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.