Fróði - 01.05.1913, Page 21
FRÓÐI
277
láta hann ganga þessa götu oft og iðulega. Og ef að menn vilja
brjóta gamlan vana, þá er ekkert betra en það, að temja viljann
við að gjöra hið gagnstœða.
Einn hinn merkasti vfsindamaður, prófessor James frá Har-
ward, hefir tekið fram þessar reglur, : em menn skýldu f>'lgja, er
menn vilja temjá vilja sinn.
I. Viljir þú brjóta einhvern gamlan vana og temja þjer
nýjan, þá verður þú að byrja tilraunir þfnar með svo einbeittum
ásetningi, sem þjer er mögulegt. Það er um að gjöra að þjer mis-
lukkist e)<ki fyrstu tilraunirnar, og hver dagurinn sem lfður, gjörir
])ig sterkari og staðfastari fyrir, þangað tii þú loksins ert búinn að
brjóta algjörlega af þjer hinn gamla vana þinn..
II. Næst er það, að lfða ekki nokkrar undantekningar, þvf
að þá gjörir þú áform þitt hlægilegt og heimsku eina. Þoldu þvf
enga undantekningu fyrri en hinn nýji vani er orðinn þjer svo
eðlilegur, að hann er orðinn náttúra þfn. Hvenær sem þú brýtur,
er sem þú missir niður hnikil, sem þú ert að vinda á þráð eða
garn eitthvert. Og f hvert skifti, sem hnikillinn fellur niður, rakna
af honum ótal hringar, svo það tekur þig kannske lengri tfma að
vinda upp það, sem raknað hefir, en það tók þig, að \-inda upp alt,
sem áður var komið.
Það er nærri hvað mest undir þvf kornið, að bíða aldrei ósig-
ur, þvf að bfði menn ósigur, þá er þar komið höfuðið á einni
vcnjunni — að falla. — En það má ekki eiga sjer stað. Og komi
þao oftar fyrir, þá verður þetta alt einn hrakfarabálkur. “Það
vill sækja í sama farið”, eins og orðtakið gamla segir.
Gott er og að reyna að koma því svo fyrir f fyrstunni, að
mönnum veiti Ijett að brjóta þessar gömlu venjur og taka upp nýj-
ar. Þetta geta menn oft að meiru eður minna leyti og á marga
vegu. En þegar styrkurinn fer að vaxa þurfa menn þess ekki.