Fróði - 01.05.1913, Síða 31

Fróði - 01.05.1913, Síða 31
FRÓÐI 287 er að verða kaldara og kaldara í ríkjunum meðfram sjónurn, þó að litlu muni á ári hverju. Smátt og smátt ælla þeir að garðurinn hækki og þá minki kaldi straumurinn og snfiist til austurs þar sem dalurinn djCpi tek- ur við. Þar hljóta svo straumarnir að mætast, cn þar er fleiri þúsund feta dýpi og þar eiga þeir að mætast. Þá legst kaldi og salti straumurinn niður að botni, en lieiti straumurinn að sunn- an liggur olan á og hcldur leið sína norður og tapar margfalt minnu af hita sfnum. og kemur þvf miklu heitari að ströndum Englands, írlands, Skotlands, Norvegs. Meðhaldsmenn fyrirtækis þessa fullyrða, að með þessu móti muni Golfstraumurinn geta brætt ís allan á sumrum f höfum og löndum á norðurhluta hnattarins. Þ4 verði veturinn mikið styttri og mildari um alla Norðurálfu. Sf- bería og norðurhluti Canadaveldis verði, þá hin æskilegustu lönd að búa í. Og um alla Norður-Ameríku verði veturinn mildari og styttri. — En hva.ð verður um gamla Island? Eða á Grænland eftir að verða grænt af grösum og skógi og Island að Iosna við jöklana og haffsinn? Verði svo, eða þó ekki væri annað, en að haffsinn fengi þann skell, að hann sæist ekki, þá mundi það gjöra eins mikla brej'tingu eins og Island væri tekið upp og flutt 200— 300 mflur sunnar f Atlantshafið. Og hver veit hvað verða kann úr landinu og þjóðinni þá?

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.