Fróði - 01.05.1913, Page 39

Fróði - 01.05.1913, Page 39
FRÓÐI 295 Fyrir móöurina er það engu síður kærkominn dagur, hún fengi þá ögn rneiri tfma til annara starfa, eða til að rjetta sig upp, og reyna að hrista af sjer drungann, sem legst yfir fólk við þessi hvfldarlausu störf, dag eftir dag, með litlum eða cngum tilbreyt- ingum, þar sem hver hálftíminn er dýrmætur til þess, að geta fengið einhverja tilbreytingu, litið á skemtisögu eða lesið dagblað. Hún væri þá einnig betur fær um að lfta eftir börnum sfnum, sem hún ætíð hefir sem aukastarf ofan á alt annáð, hver-iu þungt og erfitt sem það er. Fyrir hið vaxandi barn er jurtafæðan miklu æskilegri en kjötið, fyrst og fremst af þvf, að jurtafa“ðan hefir allar þær fæðu- tegundir í sjer, sem barnið þarfnast, en kjötið að eins eina. Kjöt- ið vantar bæði sýrurnar og söltin, scm þó eru hinum unga, vax- andi lfkaina svo nauðsynleg. Það er bæði broslegt og grátlegt, að sjá mæðurnar vera að ýta knefafylii sinni af kjöti að börnunum, og láta þau sjúga það, til að drekka f sig ólyfjanina, sem f kjötinu er. Ef að þær vissu hvað það væri, sem þær eru að fæða börn sfn á, þá mundu þær forðast það, sem heitan eldinn. En vanþekkingin og venjan, eru refsivendir á karla sem konur, unga sem gamla. Menn vita það ekki og trúa þvf ekki, þegar kvalirnar pína þá, eða gigtin ætlar að slíta þá sundur, að þctta rnega þeir þakka sjálfum sjcr, cða feðrum eða mæðrum, sem af vanþekkingu vissu ekki hvernig fara átti með þau, eða fæða þau, og vildu oft elcki vita, þó að kostur

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.