Fróði - 01.05.1913, Side 50

Fróði - 01.05.1913, Side 50
3o 6 FRÓÐI þrælkaðir þar, og látnir vinna við brenslu tígulsteina o, fl. Þá er oft talað um vistir hermanna f sögum Cesars, og er þar korn (fru- mentum) aðalfæðan. Höfðu hermenn lians þó oft örðugar göngur og stranga vinnu, og urðu að bera byrðar þungar af vopnum og vistum. Þá getur rithöfundurinn Plutark um LSreta hina fornu, á dög- um Cesars, cða fyrir Krists burð, og telur þá svo lirausta, að þeir fari fyrst að eldast þcgar þeir sjeu 120 ára gamlir. Og burðar- menn telur hann þá afarmikla. Þá hafa margir rithöfundar skrifað um bændaiýð og alþýðu, á 17., ] 8. og nítjándu öldinni, og tekið það sjerstaklega fram, að þá voru menn hraustir vel, og þurftu oft á þvf að halda, bæði við vinnu og á herferðum, sem þá voru mjög tfðar. Þcnna hraust- leika eignar allur þorri þeirra þvf, fremur öllu öðru, að þá var kjötnautn svo lítii, að hún var ekki teijandi. Kjötið var ckki tii. En aðallega var mest iifað á kornmat og ávöxtum, mjólk og ostum. Sem dæmi má taka fiskikarla og konur, í sjóbænum Leith á Skotlandi. Á morgna var það venja þeirra að bera fiskinn upp til Edinborgar, og eru það 11 mflur. Báru karlar um 130 pund, en konur 100. Þegar fiskurinn var seldur, gekk svo fólk þetta heim aftur, og stóð við þunga og oft crfiða vinnu allan daginn. Þá má geta þess, er sjera Howard Ma'colm, enskur prestur, segir um íra f borgunum : Dýflinni, Belfast og Limericli. Segist hann oft hafa sjeð menn þar brokka, með 350—450 pund á bakinu. Sumstaðar í Norður-Ítalíu eru menn hraustir vel, og segir Sir Erasmus Sibthorne, að menn og konur gsti borið þar ótrúlega þungar byrðar meiri hluta dagsins, og þó neyti fólk þetta ails eigi kjöts; en lifi eingöngu á ávöxtum, garðmat, makaróní og brauði.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.