Fróði - 01.05.1913, Síða 54
FRÓÐI
3 ro
æfinlega ólyfjan og eitur út um ltkamann, stýflar meira og minna
æðarnar, flytur smácellunum, bæði f heilanum og annars staðar,
ólyfjan f stað fæðu, og svo vcrða þær sjúkar af, og geta ekki gegnt
störfum sfnum. Þreyta, andleg og líkamleg, hefir einnig mikla
þýðingu, þvf hún deyfir minnið.
Minnið er svo ósköp mikið komið undir eftirtekt, athugun. ,
Menn geta ekki munað það, sem menn veita litla eða enga eftir-
tekt. Það bera þúsundir hluta og atburða fyrir augu vor á hverj-
um einasta degi. En minnið eða meðvitundin nær ekki haldi á
þeim, ef að vjer veitum þeim ekki athygli, og þá getum vjer nátt-
úrlega ekki geymt þá f minni voru, Þeir eru lagðir niður f minn-
ið, en eru þar svo óljósir, koma þangað eins og þoka, nærri mynd-
lausir og einkennislausir. Og eigi að fara að ná þcim þar aftur,
þá cru þeir eins og reykur, þegar menn renna önglinum eftir þeim,
eða vilja draga þá fram í birtuna aftur, að það er alveg ófnögulegt
að fá nokkurt hald á þeim, þeir eru þar myndlausir niðri.
Að tengja myndir þessar, eina við aðra, er vjer leggjum þær
niður til geymslu (association), er nfu tfundu hlutar minnisins.
Hlutinn eða hugmyndina, sem menn ætla að geyma f minni sfnu,
tcngja menn við aðra hluti, eða flciri hluti, og reyna að gjöra hug-
myndina um þetta, eins skýra og hægt er. Eða binda það við
eitthvað, sem þú manst áður, þá getur það geyunst miklu betur,
og er miklu Ijettara að draga það fram úr fylgsnum djúpvitundar-
innar. Það er þá orðið að keðju einni, og vjer vitum að það er
margfalt Ijettara að slæða langa keðju upp af sjávarbotni, en einn
einasta hlekk.
Svo vita menn það, að menn geta stór-mikið styrkt og aukið
minni sitt, ef menn reyna það. En það er náttúrlega með þvf
móti, að æfa það, láta það hafa eitth\'að að reyna sig við, þá
skerpist það eins og hver annar hæfileiki mannsins. Menn geta,