Fróði - 01.05.1913, Page 62

Fróði - 01.05.1913, Page 62
31-8 FRÓÐI færi mcð þessari gjörð. Þarna cr Paradís bakterfanna, og annars ófagnaðar, scm gjörir mönnum meira mcin, en öllum þorra þeirra hefir til hugar komið. Michigan, U. S. Einn af hinum yngri framsóknarmönnum vorum hjerí Winni- peg, Ilannes Pjetursson, er nú nýkominn heim aftur frá Pattle Creek Sanitorium, Michigan, U, S. Hann hafði verið meira og minna sjúkur árum saman, og leitað eins læknisins eftir annan, en ekkert dugði. Það gat eng- inn bætt honum sjúklcika hans, sem var innvortis, og eiginlega vissi enginn með vissu, hvað það var, sem gekk að honum. Uoks rjeði hann það af að fara til Battle Creek. Þar voru orðlagðir læknar um alla Ameríku, og þangað sóttu þúsundir manna á ári hverju, til þess að fá bót meina sinna, og flestir fengu það, sem þeir leituðu eftir, og var þó mcð undarlegum hætti, þvf að læknar þessir, Killogg Bros., höfðu engin meðöl og engan kyngikraft um hönd, en Ijetu manninn, hvern og einn, lækna sig sjálfan, hjálpuðu þeim til þess, kcndu þeim aðferðina. Og þangað komu þó jafn- aðarlega þeir sjúklingar, sem aðrir höfðu uppgefist við. Eitthvað rúm 40 ár eru sfðan heilsuhæli þetta var stofnað, og var fyrst f smáum stýl, en fór smávaxandi. Nú eru þar að jafn- aði 2000 sjúklingar, 12 —1500 á vetrum, en 3000 á sumrum, og fæstir lengur en nokkrar vikur, en einlægt er straumurinn samur og jafn þangað. Þó að undarlegt þyki, þá hefir Fróði haldið fram hinu sama

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.