Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 3

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 3
Á AKUREYRI B L A Ð m U tl MENNTASK i n n APRÍL MCMLXV 37. ÁR 4. TBL. Vorvindurinn fann blöðin á borði minu og blés öllum burtu. Masaóka Sjíkí Söngur vorsins er hafinn. Angan af vaknandi jörð lyllir loftin. Vorvindur- inn leikur um gamla skólann okkar. Fyrir nokkru gekk ég framhjá Lysti- garðinum og var að hugsa um veturinn. I>að var kvöld, heiðskírt og hljóð- bært. Skyndilega tóku norðurljós að leiftra. Hafið speglaði geiminn. Kaldur friður ríkti yfir firðinum. — Eitthvað magnþrungið hvílir yfir sérhverju and- artaki, og að höndla örlítið brot þess getur verið okkur dýrmætara en allt annað, og ósjálfrátt reynum við að njóta hverrar stundar. — Ég held, að þetta kvöld hafi veturinn lagt niður völd og vorið tekið við. 1 náttúrunni eru fólgin dýrustu listaverk heimsins. Við mennirnir erum hluti af náttúrunni, og við viljum einnig skapa listaverk. Þráin til fegurðar, sú löngun að vera sjálfstæður skapari, er rík meðal okkar. Og hvarvetna blasa við sköpunarverk okkar, og þau eru misjöfn og ólík eins og við. Hér á Fróni hefur bókin verið gróandinn í menningu okkar. Á liðnum öldum fór ísland einförum og markaði sögu bókmennta sinna við harðan kost landsmanna. Bókin varð stolt okkar, minnisvarði, er geymir gleði og þján- ingu genginna kynslóða. Tíminn líður fljótt, og okkar öld er í flestu frábrugðin hinum liðnu. Bók- menntir skipa annan sess en áður. Skáldunum gengur misjafnlega að höndla þann sannleik, sem mennina virðist skipta mestu. Því mönnum er tamara að hlusta á skáldin vegna boðskaparins, sem þau flytja en vegna fegurðarinn- ar, er tjáning þeirra getur búið yfir. Við erum þess minnug, að skáldin kváðu einu sinni dug og kjark í þjóðina, og við viljum enn lteyra hvatningarorð þeirra. Þannig hættir okkur til að gleyma, að fegurð listarinnar hefur boð- skap óháðan stefnum og leiðum, en felur einungis í sér göfgandi áhrif. En við erum vegvillt í mörgu fleiru en listinni. Heiminum er skipt rnilli austurs og vesturs, og það er gleymt, að til er suður og norður. Margir kvarta yfir spillingunni: sinnuleysi, gróðafíkn, klíkustarfsemi o. s. frv. Samt gengur lífið sinn gang þrátt fyrir þrætur og tímasóun. En það er von mín, að hið íslenzka vor eigi eftir að skapa þá hugsjón með þjóðinni, að hún verði stæltari en áður á nýrri gullöld lista og framfara. MUNINN ] I 1

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.