Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 27

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 27
FELIX FÉNÉON: Þrjár sögur í þrem línum Silot þjónn kom sér fyrir á heimili húsbónda síns í fjarveru hans ásamt skemmtilegri konu. Síðan hvarf hann og tók allt með sér nema hana. Fasiot og Varlot, tveir litlir drengir frá Nangis (Signu- og Marnehéraði) léku sér að velta trjábolum upp á járnbrautarteinana. Flutningalest fór út af sporinu. „Að deyja eins og Jeanne d’Arc,“ sagði Terbaud ofan úr bálkesti, sem hlaðinn var úr húsgösfnum hans. o o Brunaliðið í Saint-Owen hindraði hann í því. Þýtt. T)ulbúin? Ég leggst hérna niður við lauftréð, og laufið ég held að sé þétt, en sólgeislar sitra á milli og setjast á fjölmargan blett. Það koma fram kynlegir dílar, á kjól minn ég lít — og verð smeik, því menn hljóta að undrast og ætla, að ég sé í gíraffaleik. B. B. (þýtt). MUNINN 135

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.