Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 24

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 24
Eitt kvöldið kallaði ég inn til mín Svan Kristjánsson, nýkjörinn formann Hugins, í þeim tilgangi að taka við hann viðtal. ,,Þar sem þú ert tiltí>1 nlega nýr maður hér í skólanum, Svanur, er bezt að byrja á því að spyrja þig, hvað þér finnst um skól- ann í heild?“ „Aður en ég kom hingað, bjóst ég við miklu, þar sem ég hafði heyrt mjög vel lát- ið af skólanum. Og ég verð að segja, að ég hef ekki orðið lyrir miklum vonbrigðum. Aðallega vegna allra þessara góðu félaga sem ég hef kynnst allsstaðar af landinu. Líka vegna hins góða félagsanda, sem ríkir í skólanum, þó aðallega í heimavistinni. Einnig furðar mig á því, hvað fólki af ólík- um aldri og ólíku skapferli tekst vel að starfa saman.“ „Hvað vildirðu segja um stöðu Hugins í skólalífinu?" „í rnínurn augum er Huginn, þrátt fyrir öll þau félög sem starfa hér í skóla, það fé- lag sem nemendur ættu að leggja mesta rækt við. Einmitt vegna þess, að það er fé- lag allra nemenda í skólanum, og það félag sem ég held að menn gætu haft mest raun- hæft gagn af að starfa í. Með þessu er ég ekki að lasta önnur félög, sem starfrækt eru í skólanum í margvíslegum tilgangi, en jtessi félög mega aldrei verða til þess að rýra störf Hugins.“ „En hvað um störf félagsins?" „Störf félaga hljóta óhjákvæmilega að byggjast á starfsháttum þeirra. En starfs- háttum Hugins álít ég að verði að breyta þannig, að það geti orðið félag, sem nær til allra nemenda. Spor í rétta átt eru félags- málanámskeið þau sem haldin hafa verið. En vegna þess að Jrau hafa verið haldin á óheppilegum tíma, hafa Jrau ekki náð til- R ABB gangi sínum til fullnustu. Einnig væri æski- legt að fá rnenn, innan skólans eða utan, til Jress að flytja erindi um Jrau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni.“ „Það hefur verið ritað og rætt um það, hvernig kosningar innan skólans fara fram. Hvert er álit þitt á Jrví máli?“ „Eg hafði spurnir af ])ví áður, að áróður í sambandi við þessar kosningar væru oft á tíðum mjög hatrammur. Mér virðist aftur á móti, að í vetur hafi orðið á þessu mikil breyting til batnaðar. Það þakka ég, að mik- ill áróður hefur oft reynst tvíeggjað vopn. Hvort hér er um að ræða aukna skynsemi nemenda vil ég ekkert segja um.“ „Hvernig er afstaða þín gagnvart kynn- ingum stjórnmálaflokka á vegum Hugins?“ 132 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.