Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 23

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 23
Uppgjör standa fyrir dyrum. Hjá fyrir- tækjum og á vinnustöðum er gert upp við starfsfólkið viku- eða mánaðarlega, og það hlýtur kaup fyrir þann tíma, sem það starf- ar eða slæpist á vinnustaðnum. Skólarnir gera einnig upp við nemendur, en þar er uppskeran jafnmikil og til er sáð. Það bók- hald er nákvæmara en flestra annarra stofn- ana og erfitt að breyta tölum reikning- anna, þó að slíkt gangi vel hjá mörgum ís- lenzkum fyrirtækjum. Það er komið að lokauppgjöri við suma. Maður, nú skaltu svara spurningum, sem skírskota til samvizku þinnar. Hefurðu unnið? Hefurðu þroskazt og orðið meiri af vistinni í þessum skóla? Og inn í myrkvið- um hugans verða hræringar, sumar valda trega, aðrar yl og sæluhrolli. Ein mynd af annarri rennur mér fyrir hugskotssjónir. Glaðvær og áhyggjulaus komum við til skólans með landsprófsskírteini upp á vas- ann, sem okkur fannst þá jafngilda lykli að sælunnar reit. Þvílíkur misskilningur — og þó. Við gengum gegnum eldskírn stofn- unarinnar og var kastað upp í loftið af ákaflega spaklegum og lífsreyndum mönn- um, að því er okkur fannst. Við bárum þó nokkra virðingu fyrir þessum hámenntuðu 6.-bekkingum, þó mismunandi mikla. —■ Nokkrum af þessum háu herrurn tókst ljómandi vel að bera spekina utan á sér, og voru jafnvel ennþá gáfulegri en lærifeð- urnir. Þegar þeir gengu um gangana, lækk- aði ysinn og hlátrarnir, loftið varð líkt og á gömlu bókasafni. Og maður hugsaði um, hvað það væri nú gaman að hafa svona mik- ið vald. Þó voru þessir menn óttalega þyngslalegir, og gátu engan veginn haldið þeim lífshraða, er okkur fannst ákjósanleg- astur. Svo var það einn dag, að við náðum okkur niðri á þeim spöku. Hópur forhertra busa stóð niðri á kjallaragangi, þegar flokk- ur heilastæltra 6.-bekkinga gekk framhjá. Þá hvíslaði einhver í okkar hóp: „Eigum við ekki að ráðast á þá“. Þetta nægði. Elds- neytið var nóg, samanþjöppuð öfund og löngun lítilmagnans til að verða stór, neist- inn barst í tundrið og það sprakk. Bylting- aræði. Við óðum að þessum grandvöru mönnum og lögðum þá undir, og drösluð- um þeim síðan inn í geymslukompu, og skelltum slagbrandi fyrir. Þeir voru lítið virðulegir á svip, sem skreiddust út úr kompunni, er loka var dregin frá. Við feng- um líka að heyra, að aldrei hefðu verið Horft I1W , um öxl frakkari né verr uppaldir busar í skólan- um. Ekki breytti Dimission því áliti. Við höfðum það nefnilega til dundurs, að fleygja sykurmolum að gárungunum við næsta borð, og nokkrar kökur fóru sömu leið. Þetta var ósköp saklaust, en þeirn eidri þótti leikurinn víst nokkuð grár, og sendu okkur ískalt augnaráð, sem ofanálegg á „góðar sneiðar". Ekki er ýkjalangt síðan þetta gerðist, þó er ég hræddur um, að slík brek séu mörg- um gleymd, og að sama rnáli hafi gegnt um þá 6.-bekkinga, sem fundu að hegðun okk- ar fyrir 4 árum. Hugur minn hvarflaði til þessara at- burða, er ég heyrði, að 3.-bekkingar hefðu ekki setið auðum höndurn á síðustu Dim- ission. „Heirnur versnandi fer“, er orðatil- tæki, sem hljómað hefur öldum sarnan og stafar af því einu, að tíminn, sem liðinn er, fegrast í minningu hvers og eins, samanber ævisögur, sem sjaldnast gefa alsanna mynd af lifðum atburðum. Með fullu tilliti til þess, sem áður er sagt, finnst mér þó að 3,- bekkingar beri ekki eins mikla virðingu fyrir 6.-bekkingum sem áður var. Framh. á bls. 133 MUNINN 131

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.