Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 19
Á þann hátt gefa þau nokkra vísbendingu
um framtíðina og eru því ekki ómerk heim-
ild.“
Telurðu, að efni Munins œtti að vera
meira bókmenntalegs eðlis?
„Ja, slíkt verður nánast að vera undir
hælinn lagt, komið undir því, hver áhugi er
innan skólans hverju sinni á sköpun bók-
menntaverka. Annars finnst mér, að Mun-
inn mætti gjarna ganga lengra í því að örva
áhuga á bókmenntum almennt. Slíkt má
vitanlega gera með ýrnsu móti. í þessu sam-
bandi er ekki úr vegi að taka fram, að ég er
hlynntur því, að rnenn spreyti sig á að snara
efni eftir góða erlenda höfunda í þokkaleg-
an íslenzkan búning. Hlýtur það alltaf að
vera mjög jákvætt; bæði veitir það mönn-
um þjálfun í viðkomandi tungumáli og
reynir færni þeirra í íslenzkri tungu. En í
annan stað er vert að muna, að þýðingar,
þótt góðar séu, mega aldrei verða uppistað-
an í skólablöðum. Raunar tel ég litla ástæðu
til að óttast um slíkt eins og sakir standa.“
Hvað vildirðu segja um móðurmáls-
kennsluna i sambandi við sliólablaðið?
„Hún þarf tvímælalaust að vera í nánari
tengslum við blaðið. Skólinn sýnir ekki rit-
mennsku nemenda nálægt því nægan á-
huga, — frernur en öðrum hliðum félags-
lífsins. Annars er ég að ýmsu leyti ánægður
með íslenzkukennsluna hér. Þó mætti hún
e. t. v. vera lífrænni og hvetja nreira til
aukinna kynna af auðlegð málsins, örva
menn til að vinna tungunni sjálfstætt. Væri
þá áreiðanlega unnt að vekja hæfileika, sem
blunda í margra brjóstum.
Móðurmálskennslu er vitaskuld örðugt
að ræða, án þess að hafa jafnframt í huga
þær úrbætur, sem knýjandi er að gera á
öllu okkar skólakerfi og fræðslumálum. Þau
mál hafa verið rædd allrækilega undanfar-
ið, og ætla ég mér ekki að blanda mér inn
í þær umræður nú. Að vísu er einboðið að
ræða slík málefni í skólablaði, og má vera,
að svo verði gert síðar.
Að lokum vildi ég óska þess, að krunk
Munins megi í framtíðinni verða mönnum
til nokkurrar ánægju — og umhugsunar.
Auðnist okkur, sem til þess höfum valizt
að hafa umsjón með blaðinu, að gera það
svo úr garði, er ekki til einskis barizt.“
MUNINN 127