Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 9

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 9
tveggja bindindispostula. í tilefni bindind- isvikunnar og föstuinngangs hélt svo 5. bekkur „karneval“ í Lóni á sprengikvöld. „Herranótt" MR kom hingað norður sama kvöld. Var þetta 19 manna hópur og gist var í heimavistinni. Leikrit þeirra, Grímudans eftir Holberg, var sýnt hér þris- var. Var ekki laust við, að sumir hinna bráð- snjöllu leikara okkar fylltust hálfgerðri minnimáttarkennd að sýningu lokinni. Fimmtudagskvöldið 11. marz endurguldu Laugalandsmeyjar heimsókn menntlinga fyrr í vetur. Munu þær hafa fengið hlýjar móttökur, en þegar syngja átti „Good night, ladies," í kveðjuskyni, tóku einhverjir dón- ar að syngja hið miður gáfulega 1 jóð um nautpeninginn á Bjarnastöðum. Næsta dag kom á Sal Páll Kolka læknir og las úr verk- um sínum. Var góður rómur gerður að máli hans. Nú tók að líða að kosningum. Illindi voru fremur lítil með mönnum og áróður fyrir frambjóðendum mjög slælega rekinn. Var það álit margra, að ástæðan fyrir því væri minna mannval en í fyrra. Var því haldinn málfundur um félagsmál skólans síðdegis á laugardag, til að frambjóðendum gæfist kostur á að auglýsa sig. Framsögu- ræðuna samdi og flutti Björn Pálsson. Fundurinn var þrautleiðinlegur. Fljótlega eftir fundarslit hófst danssamkoma á Sal. Skemmti þar forkunnar góður kvartett, skipaður söngmönum úr Karlakór Akur- eyrar. Var þeim ágætlega tekið. Þess má geta, að Skógræktarfélagið og hljómsveitin hirtu gróðann af skemmtun þessari. Mánudaginn 15. marz var aðalfundur Hugins haldinn. Fór hann friðsamlega fram, enda þótt mikill tírni færi í að ræða lagabreytingar. Ritstjóri Munins fyrir næsta vetur var kjörinn Gunnar Stefánsson. Gegn honum sótti Haraldur Blöndal. Svanur Kristjánsson bar sigurorð af Jósep Blöndal í formannskosningunni. Spurningasalur var 18. marz. Heldur virðast húmoristar í skólanum fáir og mis- tækir, ef dæma má af sumum spurningun- um. Um þessar mundir var mjög vel heppnuð tónlistarkynning í setustofunni. Fluttu nem- endur þar sjálfir ýmis þekkt verk, bæði á píanó og fleiri hljóðfæri. Aðsókn var mjög góð, enda prýðisvel til kynningarinnar vandað. Er menn höfðu jafnað sig eftir kosning- arnar og eftirstöðvar þeirra, var tekið að syngja mánaðarfrí. Að tilbeyrandi hávaða undangengnum var hringt á Sal og mánað- arfrí gefið fimmtudaginn 25. marz. í öðrum tíma á mánudag kom á Sal Valdemar Björnsson fjármálaráðherra Minnesotaríkis í Bandaríkjunum, en hann var í stuttri heimsókn hér á Akureyri um það leyti. Kom hann víða við í erindi sínu, sem var að mestu í léttum tón. Laugardagskvöldið 27. marz var lialdið hlöðuball, sem þriðjubekkingar sáu um að venju. Aðsókn var ágæt og skemmtu menn sér hið bezta. Laugardaginn 20. marz héldu 9 af em- bættismönnum skólans suður yfir heiðar í nemendaskipti og komu svo aftur að viku liðinni. Síðasta dag marzmánaðar komu þrír sunnanfarar á Sal og sögðu þeim, er heima sátu, ferðasögu sína. Um kvöldið fór fram mælskukeppni í setustofunni. Þátt- taka var góð og skemmtu áheyrendur sér allvel. 1. verðlaun hlaut Jón Viðar Jón- mundsson, en Sverri Kristinssyni voru dæmd 2. verðlaun. MUNINN 117

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.