Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 18

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 18
Sem kunnugt er, var Gunnar Stefánsson kosinn ritstjóri Munins fyrir næsta skólaár. í því tilefni hefur Muninn lagt nokkrar spurningar fyrir Gunnar, sem hann svarar hér góðfúslega. Óþarft er að kynna Gunnar fyrir lesendum, en Muninn óskar honum til hamingju með kosningasigurinn, og væntir góðs af kynnum sínum við hann. Hvað hyggurðu vœnlegast að gera til að auka á fjölbreytni Munins? „Þar kemur vitaskuld sitt af hverju til greina og naumast ráðlegt að fara langt út í þá sálma hér. En á eitt langar mig þó að minnast, sem ég álít geta komið að góðu haldi í því sambandi. Það er að reyna að vekja umræður um ýmis mál, sem ofarlega eru á baugi í þjóðlífinu. Mér iinnst Mun- inn gjarna mega vera meiri vettvangur slíkra umræðna en verið hefur. Menn eiga að vera miklu djaríari að troða fram á rit- völlinn með sjónarmið sín á þeim málum, sem mestu varða. Mér virðist einmitt til- valið að nota skólablaðið til að skiptast á skoðunum um sitthvað, sem mönnum er hugleikið. Þannig má vafalaust vekja al- menning í skólanum til umhugsunar um margt, sem honum ber að fylgjast með. Sé á annað borð grundvöllur fyrir málefna- legar rökræður í skólanum, hví Jrá ekki að hagnýta Munin til Jreirra? Það sem mér Jrykir helzt ábótavant í skólablöðum okkar, er í sem skemmstu máli, að ég vil, að þau séu ferskari, gust- meiri. Eins og ég sagði áðan, virðist mér sem menn skorti dirfsku; um fram allt verðum við að Jrora að segja J^að, sem okk- ur býr í brjósti. Ef við reynumst ekki menn til að standa við skoðanir okkar og hugsjón- ir, Jregar við erum ungir, verðum við þess áreiðanlega ekki umkomnir síðar á ævinni. Er það ekki einmitt skylda okkar, ungu kynslóðarinnar, að vera nokkurs konar svipa á þá eldri, er skyn þeirra fer að sljóvg- ast? Bendum vægðarlaust á meinsemdirnar og gerum jafnframt ljóst, hvað við viljum gera, að hverju við viljum stefna. Því eitt- hvert stefnumark hljótum við að hafa, ann- ars væri til lítils að basla við að halda áfram rekstri Jressa þjóðfélags. Skólablöð æðstu menntastofnana Jrjóðar- innar hljóta að spegla hugarfar og lífshug- sjónir þeirrar kynslóðar, er landið skal erfa. 126 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.