Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 16

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 16
„Höfum við gengið til góðs...? HUGLEIÐINGAR Það er ekki óalgengt að sjá greinar, þar sem ráðizt er á hátterni þjóðarinnar í dag og á þann sofandahátt, sem nú virðist ráð- andi meðal forystumanna hennar. Jafn- framt er þar óspart reynt að glæða þjóðern- ismetnaðinn með því að benda á til hverra ágætismanna við eigum að telja, og hve glæsileg saga sé að baki. Um ástand þjóðmála í dag er ég að ýmsu leyti sammála því, sem í þessurn greinum stendur, en hvað viðkemur því og þeirn, sem liðnir eru, er ekki að neita því, að margt hefur þar tekið á sig fagurbláma fjarlægðarinnar. Þessi forfeðradýrkun er ákaflega rík í eðli íslendingsins, og er vafalaust arfur frá nið- urlægingartímum þjóðarinnar. Þá reyndu menn að tala kjark í sig og sína með því að minnast þess, að þjóðin hefði séð fífil sinn fegri. Var þá þess helzt minnzt, sem bezt hafði farið, en hitt látið hverfa á braut gleymskunnar. Það er vissulega ekki hægt að neita því, að þessi feðragylling hefur verið ákaflega sterkt vopn og jafnframt nauðsynlegt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. En nú, þeg- ar þeim áfanga hefur verið náð, væri okk- ur ráðlegra að skoða söguna af raunsæi, og reyna að glöggva okkur á því, hvers vegna svo fór sem fór með hið forna þjóðveldi. íslendingseðlið hefur lítið breytzt gegn- um aldirnar, og þess vegna er ekki ólíklegt, að sama hættan ógni hinu unga lýðveldi. Sé saga íslands og íslendinga athuguð, ætti öllum að vera Ijóst, hversu arfur sá er varhugaverður, sem við höfum fengið frá forfeðrum okkar. Landnámsmennirnir virð- ast margir hverjir hafa verið stórbrotnir persónuleikar, sem vildu ógjarnan beygja sig undir veldi annarra, en var að sama skapi ljúft að hafa mannaforráð. Enda fór það svo á Sturlungaöld, þegar einstakar, sterkar höfðingjaættir voru komnar til valda að þær reyndust ginnkeyptar fyrir fagurgala Noregskonunga um landsyfirráð. Þegar þessum fylkingum hafði verið att saman, og þær höfðu barið úr sér allan þrótt, var ekkert auðveldara fyrir Hákon gamla en að hremma bráðina. Það er óneitanlega frekar raunaleg stað- reynd, að jafnskjótt og konungsvald er kom- ið á traustan grunn í Noregi, tekst þarlend- um konungum að ná á sitt vald afkomend- um þeirra, sem flýðu land, til þess að geta búið að sínu óháðir konungsvaldi. Eftir fall Jrjóðveldisins heldur undan- haldið enn áfram. Stöðugt saxast á sjálf- stæði landsmanna, og andlegri mennt fer hrakandi, þó að á öllum tímum séu uppi einstaklingar, sem halda sóma Jrjóðarinnar á lofti. Þessi niðurlæging nær hámarki 1662 með erfðahyllingunni. Það er ekki fyrr en öld síðar, að hafin er vakningaralda, sem rís stöðugt hærra með skáld og hugsuði á toppnum, sem hvetja hina sundurþykku þjóð til átaka. Þetta ber ávöxt. ísland fær stjórnarskrá, verður fullvalda ríki og síðan lýðveldi. Nú, þegar Jressu langþráða takmarki hef- ur verið náið, vaknar sú spurning: Hvort við séum fær um að halda í horf- inu? Hvort við séum Jress rnegnug að fylgjast með í hinni öru tækniþróun nútímans? Hvort við getum haldið efnahagslegu og menningarlegu sjálfstæði okkar, Jregar stór- veldin berjast um yfirráð í heiminum, vegalengdir hafa verið gerðar að engu og einangrun rofin með fullkomnum sam- göngutækjum og dagblöð, útvarp og sjón- varp dreifa áróðri yfir heimsbyggðina? 124 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.